Ægir - 01.08.1992, Page 20
412
ÆGIR
8/92
Úr Útvegi 1991
Inngartgur
Það hefur veriö venja um langt
árabil að birta kafla úr Útvegi í
Ægi. í síðasta tölublaði var birt
yfirlit um afla nokkurra helstu
fisktegunda á árinu 1991. Hér
verður því fram haldið og fjallað
um loðnu- og rækjuafla.
Loðna
Loónuveiðar á haustvertíð 1991
brugðust þriðja árið í röð. Aðeins
náðust á land 55.975 tonn af
loðnu haustið 1991. Árið áður var
aflinn á haustvertíð 83.655 tonn-
Nú brá svo við að vetrarvertíðin
var einnig fádæma léleg og feng-
ust aðeins 203.860 tonn af loðnu.
Alls var því loðnuafli ársins 1991
aðeins 259.835 tonn og þar af
4.026 tonn af loðnuhrognum-
Árið 1990 var loðnuaflinn
693.740 tonn, minnkaði Þvl
loónuafli milli ára um rúmlega
62.5%. Árið 1991 var enn lakata
að því er loðnuafla varðar en
næstu tvö ár á undan, sem þó
voru talin slök loðnuár meó innan
við 700 þúsund tonna afla. Á ár-
unum 1984—1988 var meðalárs-
afli af loðnu yfir 890 þúsund
tonn. Mestur var aflinn 1985, en
þá fékkst 993.437 tonna afli
1988 var loðnuaflinn 909.208
tonn. Ef loðnuaflinn hefði verið
svipaður á tímabilinu 1989-1991
og hann var að meðaltali næstu
fimm ár undan, þá hefði heildar-
afli öll þessi ár verið yfir 1.670
þúsund tonn.
Verðmæti loðnuaflans árið
1991 að hrognum meðtöldum var
1.222 milljónir króna á mót'
2.677 milljónum króna árió áður-
Hefur því verðmæti loðnuaflau5
dregist saman um meira en helm-
ing milli ára. Árið 1989 var verð-
mæti loðnuaflans 2.720 milljón'r
króna. Sökum samdráttar f afla
hefur loðnan fallið úr því sæti að
vera ein þriggja verðmætustu fisk'
tegunda af íslandsmiðum í a°
vera sjötta verðmætasta tegundin-
Aflaverðmæti loðnunnar á síðasta
Loönuafli 1968-1991
Þúsundirtonna
1200
1000
800
600
400
200
0
68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90
Fiskifólag íslands
-----------------------------------------------------------
Landshlutaskipting loðnuafla
100%
75%
50%
25%
0%
1970-79 1980-84 1985-89 1990 19S
B Suðurland ^ Reykjanes S Vesturland S Vestfirðir
K Norðurl. v. nNorðurl.e. H Austfirðir §Erlendis