Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 12
„Þaö getur verið mjög viturlegt að lækka verö og sá sem fyrstur er til aö lækka og lækkar á réttum tíma, hann græöir. Hann er ekki aö undirbjóða. Hann er einungis aö gera sér grein fyrir markaöinum." fáránlegt að stjórnvöld séu að stööva útflutning. Ef menn vilja flytja fiskinn út á einhvern ákveðinn máta þá er þaö vegna þess aö það gefur betra af sér en eitthvað annað. Og af hverju þá að stööva útflutninginn ef hann gefur betur af sér? Ferskur, flattur fiskur var í samkeppni viö frystingu, hefö- bundna söltun og útflutning í gám- um. Þaö átti að vera nægilegt aðhald til þess að menn væru ekki að gera neina vitleysu. Stjórnvöld eiga ekki aö segja þér um hvað þú skrifar eða við hverja þú átt viðtöl. Það verður þú að ákveða sjálfur. Eins er með útflytjend- ur og framleiðendur. Þeir verða að ákveða sjálfir hvað þeir taka sér fyrir hendur og að framleiða það sem gefur best." Stjórnvöld hœttulegasti óvinurinn „Auðvitað verður líka að hugsa um atvinnu. Það má hins vegar ekki ger- ast með boðum og bönnum. Það er hægt að hugsa sér einhverjar hömlur sem ekki eru boð eða bann. Ég nefni sem dæmi 20% kvótaskerðinguna sem beitt er ef menn senda fiskinn óunn- inn út. Þó ég hafi sagt áðan að vitur- legra væri að verðlauna menn en refsa má segja að þessi aöferð sé skynsam- legri en bann úr því stjórnvöld telja sig þurfa að skipta sér af þessu. Niður- staða mín er engu að síður sú að hættulegasti óvinur þeirra sem standa á eigin fótum í fiskvinnslu er hvorki aflaleysi né lágt afurðaverð heldur stjórnvöld." Undirboö eru ekki til Útflytjendum í sjávarútvegi hefur fjölgað verulega á síðustu árum og nú heyrast raddir um að þeir undirbjóði hver fyrir öðrum, til dæmis á Banda- ríkjamarkaði. Hver er þín skoðun á þessu? „í hvert skipti sem ég heyri mann sem er í viðskiptum tala um undirboð þá veit ég strax aö hann hefur ekkert vit á viðskiptum. Það er ekki hægt að skilgreina hugtakið undirboð svo gjörla. Það getur verið mjög viturlegt að lækka verð og sá sem fyrstur er til að lækka og lækkar á réttum tíma' hann græðir. Hann er ekki að undir- bjóða. Hann er einungis að gera ser grein fyrir markaðinum. Markaðurinn tekur alltaf sveiflur og hefur alltaf gert. Hitt er svo annað mál að það lifit enginn af því að selja ódýrt og lækka verð. Þeir sölumenn eru ekki langlífir1 hinum harða heimi viðskiptanna- Undirboð er afar afstætt hugtak, sér- staklega þegar það hrýtur af vörum manna sem orðið hafa undir í við- skiptum. Það getur verið afar hentugt að útskýra mistök sín með þessu eina orði: Undirboð." Framtíð í þurrkun fisks „Framtíðaráform mín? Ég er þeirrat skoðunar að ég hafi tekið mér nóg fyr' ir hendur. Ég vil ekki stækka það sem ég er með heldur reyna að hlúa að því. Hins vegar veit ég að hér á landi felast mikil tækifæri í að þurrka fisk- Sannleikurinn er sá að í sextíu ára ein- okun á útflutningi á saltfiski héöan höfum við glutrað niður þessari verk- kunnáttu. Og þar með mörkuðunum- en þurrkaður saltfiskur er um 70% af öllum saltfiski sem neytt er í heimin- um. Markaður fyrir blautfisk eins og við erum að flytja út til Spánar er1 raun mjög takmarkaður. Öll Suður- Ameríka og Portúgal vilja þurrkaðan fisk. Áður fyrr var fiskurinn þurrkaðnr úti á grundunum og ömmur okkar unnu við það. Hins vegar er rakastig og fleira ótryggt úti. Þessu hafa PorW' galar séð við og hafa reist ser þurrkverksmiðjur. Norömenn eru afkastamiklir í þurrkun. Til dæmis fer öll keila og langa sem veidd er á línn a 334 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.