Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 18
„Síðast í dag hringdi í mig ungur maöur sem var að hugsa um að koma hingað í þriðja stigið. Hann þorði ekki að koma af ótta við að missa pláss- ið og sagðist ekki vita hvernig ástandiö yrði að ári." Viðtal: Vilhelm G. Kristinsson Ljósmyndir: Spessi Þörf fyrir 140 manns á ári „I vor voru brautskráðir innan við 50 manns af fyrsta stigi á öllu land- inu, þar af 27 hér í Reykjavík. Þetta er allt of lítið. Nú eru skráð um eitt þús- und fiskiskip á landinu og í lögum segir að það þurfi einn skipstjóra á hvert skip. Ég tel að að minnsta kosti 140 rnanns þurfi á ári til þess að full- nægja þörfinni. Starfsaldur sjómanna hefur verið að styttast og er nú ein- ungis 15 til 20 ár. Ástæður þessa eru meðal annars þær að úthald er orðið miklu stífara en áður var." Aðsóknin endurspeglar ástandið „Aðsókn að skólanum hefur að vísu alltaf endurspeglað ástandið í sjávar- útvegi. Hún hefur aukist í góðærum en dregist saman þegar illa hefur gengið. Þannig var mikil aðsókn að skólanum á síldarárunum miklu um og eftir 1965 og einnig jókst aðsóknin mikið í upphafi skuttogaraaldar, eftir 1970." Menn þora ekki að sleppa plássunum Guðjón Ármann segir eina skýring- una á dræmri aðsókn að skólanum vera þá að ungir sjómenn séu hræddir við aö sleppa plássum til að fara í skólann og óttist að fá þau ekki aftur að skóla loknum. „Síðast í dag hringdi í mig ungur maður sem var að hugsa um að koma hingað í þriðja stigið. Hann þorði ekki að koma af ótta við að missa plássið og sagðist ekki vita hvernig ástandið yrði að ári." Hálfdrœttinga til sjós Um þessar mundir er mjög erfitt fyrir unga menn að komast í skips- rúm. „Afleiðing þessa verður sú að endurnýjunin í flotanum verður allt of lítil," segir Guðjón Ármann. „Sér- staklega meðal yfirmanna. Ég er þeirr- ar skoðunar að þegar í stað verði að leita leiða til að auðvelda ungum mönnum að komast til sjós og ein leiðin gæti verið sú að koma á fót lær- lingakerfi með samkomulagi milli samtaka útgerðar og sjómanna. Menn hafa rætt nauðsyn þess að hér væri starfrækt skólaskip. Ég segi: Við eigum næg skólaskip, til að mynda alla tog- arana. Hugmynd mín er sú að a hverju skipi verði tveir til fjórir hálf- drættingar, lærlingar, sem kennt yrði kerfisbundið að starfa um borð í fiski- skipi. Nú eru gerðir út rúmlega 100 togarar og tæplega 40 verksmiðjuskip- Með því að hafa fjóra hálfdrættinga um borð í hverju skipi væru 400 til 500 ungir menn komnir til sjós. Ef ungir menn sem vilja komast til sjós fá ekki pláss segir það sig sjálft að þeir leita í önnur störf. Ef þeim væri boðið upp á að komast að sem lærlingar kæmust þeir strax á sjóinn. Fyrir nokkrum árum var vísir að svona kerfi í Vestmannaeyjum. Þá var farið með stráka nokkra túra á togurum í fylgd kennara. Það gaf mjög góða raun." Bölmóður og svartsýni En er nokkur ástæða til þess að fjölga lærðum sjómönnum ef ljóst er að fiskiskipin eru allt of mörg og sam- dráttur í greininni? „Ef til vill má segja að maður sé of bjartsýnn. Ég hef hins vegar trú á sjáv- arútveginum og mér finnst umræðan einkennast af allt of miklum bölmóði og svartýni. Þessi svartsýni fælir auð- vitað menn frá námi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við mun- um lifa af sjávarútvegi um ófyrirsjáan- lega framtíð þó að illa ári í augnablik' inu og þess vegna þurfum við ávalh að tryggja nægjanlegt framboð af menntuðum mönnum fyrir þessa grundvallaratvinnugrein. Þá er þess að gæta að nám í skólanum er góður 340 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.