Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Síða 24

Ægir - 01.08.1993, Síða 24
Þrátt fyrir erfiðleikana í fœreyskum sjávarútvegi er enga uppgjöfað sjá á þessum unga fiskimanni. vegna verðfalls á erlendum mörkuð- um. Þeir stofnuðu heildarsamtök og kröfðust þess að fá föst, vísitölutryggð laun eins og verkafólk í landi. Barist um hylli kjósenda Árið, sem dagróðramenn settu fram þessar kröfur, var kosningaár. Fjórir stórir flokkar börðust um hylli kjós- enda. Þjóðveldisflokkurinn var, eins og nafnið bendir til, flokkur þjóðern- issinna. í Sambandsflokknum voru dansksinnaöir Færeyingar sem börð- ust gegn öllum breytingum á tengsl- um Danmerkur og Færeyja. Fólka- flokkurinn var flokkur hægri aflanna og helsta vígi útgerðarmanna og frystihúsaeigenda. Jafnaðarflokkurinn hafði veitt landsstjórninni forstöðu frá því 1970 og átti eins og fyrr segir hina nýju og skæru stjörnu færeyskra stjórnmála, Atla Dam. Þjóðveldisflokkurinn vinnur stórsigur Þjóðveldisflokkurinn studdi kröfur dagróðramanna og hét því að hjálpa þeim ef þeir veittu flokknum brautar- gengi í þingkosningunum. Það var eins og við manninn mælt: flokkur- inn vann stórsigur, tók þátt í stjórnar- myndun og fékk sjávarútvegsráðherr- ann, Petur Reinert. Flann var læknir a Eiði, smábæ í N-Færeyjum, og jafO' framt aðaleigandi eina frystihússins i bænum. Heildarlausnin mótuð Reinert hófst þegar í stað handa við að efna kosningaloforðin sem flokkur hans hafði gefið, þ.e. að tryggja litl11 bátunum stööugt verð fyrir aflann- Hann fékk í lið með sér endurskoð- andann Carl Wilhelm Weihe seni 346 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.