Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1993, Side 44

Ægir - 01.08.1993, Side 44
Forystu afhálfu íslendinga um tilraunir til að knýja fiskiskipaflota landsmanna með vetnisgasi, framleiddu hér á landi, hafa prófessorarnir Bragi Árnason og Valdimar K. Jónsson. Myndin á síðunni hér á undan er afþeim félögum. ugt eldsneyti fyrir skip en bíla og þotur. Tii dæmis ætti þyngd og rúmmál eldsneytis ab skipta minna máli í skipum. Þar af leiðandi ættu skip að geta flutt með sér vetni hvort sem það er vökvi eða vetnisgas bund- ið í málmhydríðum", segir Bragi Árna- son. Fljótandi vetni og vetnisgas Talsverðu máli skiptir hvort um vökva eða gas er að ræða með tilliti til þyngdar og geymslurýmis. Ef nota á fljótandi vetni á núverandi aflvélar og skipin eiga að geta flutt með sér jafn- mikið eldsneyti og þau gera nú verður þyngd eldsneytisins aðeins einn þriðji af því sem nú gerist þar sem vetni er afar létt miðað við orkuinnihald. Rúmmál eldsneytisgeyma verður hins vegar þrefalt meira. Ef nota á vetnis- gas, bundið í magnesíumhydríði, en magnesíum hefur mesta geymslurýmd þeirra hydríða sem nú eru þekkt, verða eldsneytisgeymarnir nær fimm- falt þyngri en olían er nú og rúmlega tvöfalt stærri. Þótt þessi mikla aukn- ing á þyngd og rúmmáii eldsneytis- geyma þegar um hydríð er að ræ&a kunni við fyrstu sýn að virðast vanda- mál er svo ekki að dómi þeirra sena hanna og smíða skip. í þessu sam- bandi má benda á aö í togara nútuo- ans er sett mikil steypa til ab auka kjölfestuna. Ný gerö aflvéla, efnarafalar Vib þetta má svo bæta því, að vetm má einnig brenna í nýrri gerð aflvéla sem nú er verið að þróa og gera til- raunir meb, svonefndum efnarafölum (fuel cells). Við brennsluna myndad eingöngu hreint vatn og efnaorka eldsneytisins breytist fræðilega séö 100% í raforku. Efnarafalar eru þesS vegna ekki háðir takmörkun á breýt' ingu varma yfir í annað orkuform- Orkunýtni efnarafala er nú um 55°/° en í náinni framtíö er áætlað að nýtU' in geti orðið um 66% eða nálega tvo- falt betri en orkunýtni eldsneytis sem brennt er meb hefðbundnum aflvél- um. Þetta merkir að eldsneytisnotkutt véla yrbi aðeins helmingur af því sem 366 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.