Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Page 19
Haagdómurinn í fiskveiSamáli Bretlands og Norcgs 13 9) a) Noregur á rétt til þess af sögulegum ástæðum að telja til landhelgi sinnar öll svæði fjarða og sunda, sem sund teljast í lagalegum skilningi. b) Þar sem landhelgisbeltin meðfram hvorri strönd ná saman við hvort tveggja mynni sundsins, ákveðast tak- niörk landhelginnar af ytri rönd hvors þessara tveggja landhelgisbelta. Á þeim svæðum, sem landhelgislínurnar þannig dregnar 11 á ekki saman, fylgja hins vegar takmörk landhelginnar ytri rönd hvors landhelgisbeltis, unz bein lína, sem tengir saman eðlilega staði sinn hvoru megin sundmynnis, sker landhelgislínurnar, og eftir það fylgja mörk landhelginnar þeirri beinu línu. 10) Græna deplalínan, sem sýnd er á uppdráttunum 8 °g 9 í fylgiskjali nr. 35 í andsvarinu, er ytri takmörk norsku landhelginnar í suð-vestur-mynni Vesturfjarðar. 11) Noregur á vegna sögulegs réttar síns til fjarða og sunda (sjá lioina 5 og 9a að ofan), kröfu á því, að sjávar- svæði, er liggja milli skerjagarðs og meginlandsins, teljist annaðhvort innsævi eða landhelgi. Þegar skera á úr því, hvaða sjávhr-svæði skuli teljast liggja milli skerjagarðs og meginlands og hvort þau sjávarsvæði teljist innsævi eða landhelgi, verður að beita meginreglum þeim, sem get- Ur í liðunum 6, 7, 8 og 9b, um vogskorninga í skerjagarð- inum og vogskorninga milli skerjagarðsins og meginlands- ins — sjávarsvæði, sem eru í vogskorningum með fjarðar- einkenni og eru innan réttrar lokunarlínu þeirra, skulu teljast innsævi, en þau sjávarsvæði, sem eru í vogskorn- ingum með einkenni sunda í lagaskilningi og innan rétti- iegra marka þeirra, skulu teljast landhelgi. 12) Noregur á ekki rétt á því í skiptum sínum við Hið sameinaða konungsríki að fylgja fram yfirráðakröfu til sjávarsvæða, sem framangreindar meginreglur taka ekki yfir. 1 skiptum Noregs og Hins sameinaða konungsríkis eru sjávarsvæði fyrir strönd Noregs norðan 66° 28,8' norðl. br., sem ekki eru norsk samkvæmt ofangreindum megin- reglum, úthaf.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.