Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 39
Haagdómurinn í fiskveiSamáli Brctlands og Noregs 33 framkvæmd að velja fjörumál fremur en háflæðarmál, er breidd landhelginnar er mæld. Þriðja skjalið, sem vísað er til, er orðsending, dags. 11. nóvember 1908, frá norska utanríkisráðherranum til frakkneska sendifulltrúans í Kristjaníu, þar sem svarað er tilmælum um vitneskju varðandi það, hvort Noregur hafi breytt mörkum landhelgi sinnar. Ráðherrann segir þar: „Er ráðuneytið hefur slcýrt norskar reglugerðir um þetta efni og um leið gætt almennra ákvæða þjóðaréttar, Iiefur það látið það álit í ljós, að fjarlægðin frá ströndinni skuli mæld frá fjörumáli og að sérhver hólmi, sem sjór flýtur elcki ávallt yfir, skuli teljast grunnlínustaður." Rík- isstjórn Hins sameinaða konungsríkis telur, að norska rík- isstjórnin hafi algerlega vikið frá því, sem hún telur nú vera kerfi sitt, þegar hún vísar til „almennra ákvæða þjóðaréttar," í stað þess að vísa til kerfis sjálfrar sín um afmörkun landhelginnar með beinum línum, svo og með vfirlýsingu sinni um „að sérhver hólmi, sem sjór Jlýtur ekki ávallt yfir, skuli teljast grunnlínustaður.“ Rétt er að taka fram, að beiðni sú um vitneskju, sem norska ríkisstjórnin veitti svör við, varðaði ekki notkun beinna lína, heldur breidd norsku landhelginnar. Aðalat- riðið í svari norsku ríkisstjórnarinnar var það, að engin breyting hefði orðið á norskri lagasetningu. Auk þess er ekki unnt að draga þá ályktun af nokkrum orðum í ein- stakri orðsendingu, að norska ríkisstjórnin hafi horfið frá þeirri afstöðu, sem glöggt kemur fram í fvrri opin- berum skjölum hennar. Dómurinn lítur svo á, að ekki þurfi að leggja of mikíð upp úr hinum fáu óglöggu ummælum og mótsögnum, hvort heldur raunverulegum eða sýndarlegum, sem ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis telur sig hafa orðið vara vio í norskri meðferð mála. Slíkt er auðskilið, þegar litið er til hinna margvíslegu staðreynda og aðstæðna á hinu langa tímabili frá 1812, og er það ekki þess háttar, að það breyti niðurstöðum þcim, sem dómurinn hefur komizt að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.