Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 29
Haagdómurin-n i fiskvciöamáli Bretlands og Norcgs 23 andmæli uppi gegn þeim um meginatriði. Aðferðin er í því fólgin að velja hentuga staði á fjörumálslínunni og draga beinar línur á milli þeirra. Þetta hefur verið gert, ekki ein- ungis að því er varðar greinilega firði, heldur einnig um minni háttar bugður á strandlínunni, þar sem einungis er um að tefla að gera lögun landhelgisbeltisins einfaldari. Af hendi Hins sameinaða konungsríkis hefur verið full- yrt, að Noregur megi einungis draga beinar línur þvert yfir firði. Dómnum er ekki unnt að fallast á þessa skoðun. Ef landhelgisbeltið verður að fylgja ytri línu skerjagarðs- ins og ef viðurkenna verður í tilteknum tilvikum aðferð hinna beinu grunnlína, er engin gild ástæða til að draga þær einungis þvert yfir firði, svo sem á Austur-Finn- naörku, og draga þær ekki einnig á milli eyja, hólma og skerja og þvert yfir sjávarsvæði, sem greina þau í sundur, jafnvel þó að slík svæði falli ekki undir hugtakið fjörð. Það nægir, að þau séu milli eymyndana í skerjagarðinum, inter fauces terrarum (milli landkjálka). Stjórn Hins sameinaða konungsríkis viðurkennir notkun beinna lína án tillits til lengdar þeirra, einungis með þeim skilyrðum, sem greind eru í lið 5 í niðurstöðum hennar, svohljóðandi: „Noregur á rétt á því, að honum séu talin á sögulegum grundvelli sem innsævi og vötn allir firðir og sund, sem koma undir hugtakið fjörð að alþjóðalögum (sjá lið 6 hér að neðan), hvort sem hin rétta lokunarlína vogskornings- ins er meira eða minna en 10 sjómílur að lengd.“ Þetta atriði þarfnast nokkurra aðfaraorða. Það er skoð- un Hins sameinaða konungsríkis, að Noregur eigi af sögu- legum ástæðum rétt á að telja sem innsævi og vötn alla þá firði og sund, sem eru í eðli sínu firðir. Hann á einnig af sögulegum ástæðum rétt á því að telja til norskrar land- helgi öll svæði fjarða og sunda, sem eru í eðli sínu sund í lagaskilningi (niðurstöður, 9. liður) og annað hvort sem innsævi og vötn eða sem landhelgi þau sjávarsvæði, er iiggja milli skerjagarðsins og meginlandsins (11. liður og önnur varaniðurstaða II).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.