Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 21
Haagdómurinn í fiskveióamáli Bretlands og Noregs 15 Fyrirsvarsmaður Noregs bar fram í lok varnarræðu sinnar eftirtaldar kröfur, sem hann breytti ekki í síðari svarræðu sinni: „Þegar litið er til þess, að norski konungsúrskurðurinn frá 12. júlí 1935 brýtur ekki í bág við alþjóðalög, sem Noregur er bundinn af, og þess er gætt, að Noregur hefur að minnsta kosti sögulegan rétt til allra sjávarsvæða innan þeirra marka, sem nefndur úrskurður kveður á um, þá er þess beiðst, að dómurinn með einum og sama dómi hafni öllum andstæðum kröfum og kveði á um, að sú afmörkun fiskiveiðasvæðisins, sem gerð var með norska konungsúr- skurðinum frá 12. júlí 1935, fari ekki í bág við alþjóða- lög.“ Atvik þau, sem ollu því, að Hið sameinaða konungsríki lagði málið fyrir dóminn, eru í stuttu máli þau, er nú verða rakin. Sögulegar staðreyndir, sem leiddar hafa verið í ljós fyrir dóminum, sýna, að brezkir fiskimenn hafa sökum kvart- ana konungs Danmerkur og Noregs á öndverðri 17. öld bundizt þess að stunda fiskiveiðar í sjónum meðfram ströndum Noregs um langt skeið, eða frá 1616—1618 og til 1906. Árið 1906 létu brezk fiskiskip sjá sig undan ströndum Austur-Finnmerkur. Frá því á árinu 1908 urðu æ meiri brögð að komu slíkra skipa. Þetta voru botnvörpungar út- búnir endurbættum og öflugum tækjum. Olli þetta lands- niönnum áhyggjum, og norska ríkisstjórnin setti reglur í því skyni að afmarka það svæði, þar sem útlendingum væru bannaðar fiskveiðar. Fyrsti áreksturinn varð 1911, þá er brezkur togari var tekinn og dæmdur fyrir brot á þessum reglum. Samninga- umleitanir fóru síðan fram milli hinna tveggja ríkis- stjórna, en hlé varð á þeim vegna styrjaldarinnar 1914. Frá 1922 að telja urðu árekstrar af nýju. Árið 1924 voru aftur hafnar samningaumleitanir. Árið 1932 létu brezkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.