Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 21
Haagdómurinn í fiskveióamáli Bretlands og Noregs 15 Fyrirsvarsmaður Noregs bar fram í lok varnarræðu sinnar eftirtaldar kröfur, sem hann breytti ekki í síðari svarræðu sinni: „Þegar litið er til þess, að norski konungsúrskurðurinn frá 12. júlí 1935 brýtur ekki í bág við alþjóðalög, sem Noregur er bundinn af, og þess er gætt, að Noregur hefur að minnsta kosti sögulegan rétt til allra sjávarsvæða innan þeirra marka, sem nefndur úrskurður kveður á um, þá er þess beiðst, að dómurinn með einum og sama dómi hafni öllum andstæðum kröfum og kveði á um, að sú afmörkun fiskiveiðasvæðisins, sem gerð var með norska konungsúr- skurðinum frá 12. júlí 1935, fari ekki í bág við alþjóða- lög.“ Atvik þau, sem ollu því, að Hið sameinaða konungsríki lagði málið fyrir dóminn, eru í stuttu máli þau, er nú verða rakin. Sögulegar staðreyndir, sem leiddar hafa verið í ljós fyrir dóminum, sýna, að brezkir fiskimenn hafa sökum kvart- ana konungs Danmerkur og Noregs á öndverðri 17. öld bundizt þess að stunda fiskiveiðar í sjónum meðfram ströndum Noregs um langt skeið, eða frá 1616—1618 og til 1906. Árið 1906 létu brezk fiskiskip sjá sig undan ströndum Austur-Finnmerkur. Frá því á árinu 1908 urðu æ meiri brögð að komu slíkra skipa. Þetta voru botnvörpungar út- búnir endurbættum og öflugum tækjum. Olli þetta lands- niönnum áhyggjum, og norska ríkisstjórnin setti reglur í því skyni að afmarka það svæði, þar sem útlendingum væru bannaðar fiskveiðar. Fyrsti áreksturinn varð 1911, þá er brezkur togari var tekinn og dæmdur fyrir brot á þessum reglum. Samninga- umleitanir fóru síðan fram milli hinna tveggja ríkis- stjórna, en hlé varð á þeim vegna styrjaldarinnar 1914. Frá 1922 að telja urðu árekstrar af nýju. Árið 1924 voru aftur hafnar samningaumleitanir. Árið 1932 létu brezkir

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.