Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 10
4 Tímarit lögfræðinga alhvatamönnum að stofnun Eimskipafélags Islands, sem reynzt hefir eitthvert þarfasta og farsælasta fyrirtæki, sem starfað hefir á Islandi. Var hann jafnan formaður þess íélags frá stofnun þess 1914 unz hann fluttist af landinu sem sendiherra í Kaupmannahöfn. Þá var hann og hvata- maður að stofnun fjölmargra annarra fyrirtækja, er reynzt hafa íslenzku þjóðinni til farsældar fram á þennan dag, svo sem Sjóvátryggingaríélags Islands, Brunabótafélags Islands o. fl. o. fl. Alþingismaður Reykjavíkur var Sveinn Björnsson kosinn 1914—’16 og 1919—’20. Bæjarfulltrúi var hann frá 1912—1920. Árið 1920 verða þáttaskil í lífi Sveins Björnssonar. Það ár var stofnað embætti sendiherra Islands í Kaupmanna- höfn. Mjög þurfti að vanda val á manni í það embætti, en svo vildi til, að enginn ágreiningur varð um það, hvern skipa skyldi. Það var einróma álit manna, að Sveinn Björns- son væri sá rétti maður í það embætti og heppilegra val \ ar ekki hægt að gera, enda reyndist hann vandanum fylli- iega vaxinn. Það leikur ekki á tveim tungum, að Sveinn Björnsson hafi lagt grundvöilinn að utanríkisþjónustu Is- lands þau ár, sem hann starfaði sem sendiherra Islands í Kaupmannahöfn. Það var sá grundvöllur sem byggt var á, er Island tók utanríkismál sín algerlega í eigin hendur, með stofnun lýðveldisins 1944. Þau ár, sem Sveinn Björnsson starfaði sem sendiherra í Kaupmannahöfn, var hann jafnframt fulltrúi Islands á fjölmörgum aiþjóðaráðstefnum. Hann var og formaður í flestum nefndum, er fjölluðu um verzlunar- og viðskipta- samninga Islands við önnur ríki, og jafnan var hann ráðu- nautur ríkisstjórna Islands í flestum þeim málum, er vörð- uðu skipti Islands útávið. Hann öðlaðist þannig víðtæka pekkingu á viðskiptamálum og alþjóðastjórnmálum og batzt vináttuböndum við áhrifamenn í mörgum löndum. Sendiherraembættinu í Kaupmannahöfn gegndi Sveinn Bjöi'nsson til ái’sins 1940, en þá verða enn þáttaskil í lífi hans og starfi. Vegna hernáms Danmerkur kallaði ríkis- stjórnin hann heim það ár til í'áðuneytis í þeim vandamál-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.