Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 14
8 Tímarit lögfratSinga Dómur Viðstaddir dómarar: Dómsforseti Basdevant, varadómsfor- seti Guerrero, dómarar: Alvarez, Hackworth, Wini- arski, Zoricic, De Visscher, Sir Arnold McNair, Klae- stad, Badawi, Pasha, Read, Hsu Mo; dómritari Hambro. Dómurinn, skipaður eins og að ofan segir, kveður upp svolátandi dóm: Hinn 28. september 1949 lagði ríkisstjórn Hins sameinaða konungsrikis Stóra-Bretlands og Norður-lrlands fram á skrifstofu dómritarans málssóimarskjal á hendur konungs- ríkinu Noregi, þar sem beiðst er dóms um það, hvort gildar séu eða ógildar að alþjóðalögum markalínur hins norska fiskiveiðasvæðis fyrir þeim hluta Noregs, sem liggur norð- an 66° 28,8' (eða 66° 28'48") norðl. br., en kveðið var á um markalínur þessar rneð konungsúrskurði frá 12. júlí 1935 og breytingum, sem á honum voru gerðar með úrskurði frá 10. desember 1937. 1 málssóknarskjali er skírskotað til yf- irlýsinga, þar sem Hið sameinaða konungsríki og Noregur hafa skuldbundið sig til að hlíta lögsögu dómstólsins sam- kvæmt 36. gr., 2. málsgr., stofnskrár dómsins. 1 málssóknarskjalinu er þess beiðst, a) að dómurinn lýsi því, hvaða meginreglum alþjóða- réttar skuli beitt, er kveðið er á um grunnlínur þær, sem noi'sku ríkisstjórninni er heimilt að draga við afmörkun fiskiveiðasvæðis, er nær 4 sjómílur til hafs frá þeim línum og áskilið er norskum ríkisborgurum einum, svo og að dómurinn kveði á um nefndar grunn- línur, að svo miklu leyti sem það, með hliðsjón af málflutningi aðilja, telst nauðsynlegt, til þess að af- stýra frekari lagadeilum milli þeirra, b) að dómurinn kveði á um bætur handa Hinu samein- aða konungsríki vegna hverskonar afskipta norskra yfirvalda af brezkum skipum utan þess svæðis, þar sem ríkisstjórn Noregs samkvæmt ákvörðun dóms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.