Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 43
Haagdómurinn í fiskveiðamáli Brctlands og Norcgs 37 stæður með úrskurðinum frá 1935, séu ekki í samræmi við hið hefðbundna norska kerfi. Deila um hreina staðrejmd reis með aðiljum, að því er varðar eftirtalda grunnlínu- staði: nr. 21 (Vesterfallet í Gaasan), nr. 27 (Tokkebaaen) og nr. 39 (Nordboen). Þessi deila er nú óþörf. Með sím- skeyti, dags. 19. okt. 1951, frá norsku haf- og vatnarann- sóknastofnuninni til fyrirsvarsmanns norsku ríkisstjórn- arinnar, en efni þess var kynnt fyrirsvarsmanni ríkis- stjórnar Hins sameinaða konungsríkis, var það staðfest, að þessir þrír staðir séu sker, sem sjór flýtur ekki alltaf yfir. Þar sem þessi staðhæfing hefur ekki frekar verið véfengd af ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis, má líta svo á, að notkun þessara skerja sem grunnlínu-staöa sé í samræmi við hið hefðbundna norska kerfi. Loks hefur það verið staðhæft að hendi Hins sameinaða konungsríkis, að nokkrar að minnsta kosti af grunnlínum þeim, sem teknar hafa verið upp með úrskurðinum, fari, hvort sem þær eru í samræmi við norska kerfið eða eklci, í bág við meginreglur þær, sem dómurinn að framan hefur talið gilda um afmörkun landhelginnar. Dómurinn mun at- huga frá sjonarmiði þessara meginreglna, hvort tilteknar grunnlínur, sem gagnrýndar hafa verið allrækilega, séu í raun og veru óréttlætanlegar. Norska ríkisstjórnin viðurkennir, að draga verði grunn- línur þessar þannig, að tillit sé tekið til heildarstefnu strandarinnar, og draga verði þær á sanngjarnan hátt. Ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis fullyrðir, að til- teknar línur fylgi ekki eða ekki nægilega heildarstefnu strandarinnar, eða við ákvörðun þeirra hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til eðlilegs sambands milli tiltekinna sjávarsvæða og landmyndana, er skilja þau í sundur eða umlykja þau. Er því haldið fram, að línan væri með þess- um hætti dregin andstætt þeim meginreglum, sem gilda um afmörkun yfirráðasvæðis á sjó. Dómurinn tekur fram um þessa gagnrýni, sem var mjög almenns eðlis í skriflega málflutningnum, að síðar hefur verið úr henni dregið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.