Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 32
26 Timarit löfffræSinga svæða er þó landhelgi að áliti Hins sameinaða konungsríkis. Það eru m. a. þau sjávarsvæði, sem mynda siglingaleið þá, er nefnist Indreleia. Því er haldið fram, að þar sem svo er háttað um þessi sjávarsvæði, hafi það í för með sér til- teknar afleiðingar um ákvörðun landhelginnar við enda þessarar siglingaleiðar, sem sé þá skoðuð sem sjávarsund. Dómurinn verður að taka það fram, að Indreleia er alls ekki sund, heldur skipaleið, sem gerð hefur verið með tæknilegum framkvæmdum af hendi Noregs. Þar sem svo stendur á, er dóminum ekki unnt að fallast á þá skoðun, að Indreleia sé, að því er varðar mál það, er hér liggur fyrir, öðruvísi farið en öðrum sjávarsvæðum innan skerjagarðs- ins. Er nú dómurinn að sinni athugar einungis niðurstöður Hins sameinaða konungsríkis, telur hann, að norska stjórn- in hafi ekki brotið gegn alþjóðalögum, þegar hún dró grunnlínurnar við afmörkun norska fiskiveiðasvæðisins með úrskurðinum frá 1935. Þótt ekki séu fyrir hendi reglur svo tæknilega nákvæmar, sem ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis vill vera láta, leiðir engan veginn af því, að sú ákvörðun markalína, sem norska ríkisstjórnin framkvæmdi 1935, lúti ekki vissum meginreglum, sem geri það unnt að dæma um gildi þeirra að alþjóðalögum. Afmörkun sjávarsvæða hefur alltaf al- þjóðlegt horf, hún getur ekki eingöngu oltið á vilja strand- ríkisins, svo sem hann birtist í innanlandslöggjöf þess. Þótt framkvæmd afmörkunarinnar sé að vísu óhjákvæmilega einhliða gerningur, þar sem strandríkið eitt er bært til að framkvæma hana, lýtur gildi afmörkunarinnar gegnt öðr- um ríkjum alþjóðalögum. I þessu sambandi leiða nokkrar grundvallarathuganir á eðli landhelginnar í ljós viss sjónarmið, sem láta dómstól- um í té, að vísu ekki með strengilegri nákvæmni, nægilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.