Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 26
20 Tímarit lögfrxðinga sem er hin raunverulega strandlína Noregs, er ytri lína skerjagarðsins. Allur þessi landshluti er fjöllóttur. Norðurhöfði er þver- hnýptur hamar, rétt yfir 300 metra á hæð. Hann sést úr töluverðri fjarlægð. Sumir tindar eru yfir 1000 metrar á hæð, og veldur þetta því, að norska ströndin, bæði megin- land og skerjagarður, sést langt að. Meðfram ströndinni eru grunn tiltölulega há upp í sjó, raunverulegir neðansjávarhjallar, þar sem eru sérstaklega fiskauðug mið, er norskir fiskimenn hafa þekkt og stundað frá ómunatíð. Með því að grunn þessi voru innan sjón- víddar frá landi, fundu menn og greindu beztu miðin með miðunaraðferðinni (,,meds“), þar sem tvær línur til tiltek- inna staða á ströndinni eða eyjunum skerast. 1 þessum hrjóstugu landshlutum hafa íbúar strandhér- aðanna framfæri sitt einkum af fiskiveiðum. Þetta eru staðreyndir, sem verður að hafa í huga, er dómur er lagður á réttmæti þeirrar staðhæfingar Hins sameinaða konungsríkis, að þau takmörk norska fiski- veiðasvæðisins, sem ákveðin voru í úrskurðinum frá 1935, fari í bág við alþjóðalög. Með því að aðiljar eru á eitt sáttir um, að landhelgin sé fjórar mílur á breidd, er úrlausnarefnið, frá hvaða grunn- línu þessi breidd skuli teljast. Niðurstöður Hins samein- aða konungsríkis í þessu efni eru glöggar: Grunnlínan verður að fylgja fjörumáli á landi, sem alltaf er ofan- sjávar og er hluti norsks yfirráðasvæðis, eða réttri lokun- arlínu norsks innsævis eða vatna. Dómurinn telur einsýnt, að það sé fjörumál, en ekki há- flæðarmál eða lína dregin þar mitt á milli, sem ríki hafa venjulega miðað við, er breidd landhelginnar er mæld. Þessi mælikvarði er hagkvæmastur strandríkinu og sýnir ljóslega, að landhelgin er í eðli sínu aðeins framhald yfir- ráðasvæðisins á landi. Dómurinn hefur gengið úr skugga um, að aðiljar viðurkenna þenna mælikvarða, en geta ekki komið sér saman um, hvernig eigi að beita honum. Aðiljar eru einnig á það sáttir, að sé um lana eða sker
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.