Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 26
20 Tímarit lögfrxðinga sem er hin raunverulega strandlína Noregs, er ytri lína skerjagarðsins. Allur þessi landshluti er fjöllóttur. Norðurhöfði er þver- hnýptur hamar, rétt yfir 300 metra á hæð. Hann sést úr töluverðri fjarlægð. Sumir tindar eru yfir 1000 metrar á hæð, og veldur þetta því, að norska ströndin, bæði megin- land og skerjagarður, sést langt að. Meðfram ströndinni eru grunn tiltölulega há upp í sjó, raunverulegir neðansjávarhjallar, þar sem eru sérstaklega fiskauðug mið, er norskir fiskimenn hafa þekkt og stundað frá ómunatíð. Með því að grunn þessi voru innan sjón- víddar frá landi, fundu menn og greindu beztu miðin með miðunaraðferðinni (,,meds“), þar sem tvær línur til tiltek- inna staða á ströndinni eða eyjunum skerast. 1 þessum hrjóstugu landshlutum hafa íbúar strandhér- aðanna framfæri sitt einkum af fiskiveiðum. Þetta eru staðreyndir, sem verður að hafa í huga, er dómur er lagður á réttmæti þeirrar staðhæfingar Hins sameinaða konungsríkis, að þau takmörk norska fiski- veiðasvæðisins, sem ákveðin voru í úrskurðinum frá 1935, fari í bág við alþjóðalög. Með því að aðiljar eru á eitt sáttir um, að landhelgin sé fjórar mílur á breidd, er úrlausnarefnið, frá hvaða grunn- línu þessi breidd skuli teljast. Niðurstöður Hins samein- aða konungsríkis í þessu efni eru glöggar: Grunnlínan verður að fylgja fjörumáli á landi, sem alltaf er ofan- sjávar og er hluti norsks yfirráðasvæðis, eða réttri lokun- arlínu norsks innsævis eða vatna. Dómurinn telur einsýnt, að það sé fjörumál, en ekki há- flæðarmál eða lína dregin þar mitt á milli, sem ríki hafa venjulega miðað við, er breidd landhelginnar er mæld. Þessi mælikvarði er hagkvæmastur strandríkinu og sýnir ljóslega, að landhelgin er í eðli sínu aðeins framhald yfir- ráðasvæðisins á landi. Dómurinn hefur gengið úr skugga um, að aðiljar viðurkenna þenna mælikvarða, en geta ekki komið sér saman um, hvernig eigi að beita honum. Aðiljar eru einnig á það sáttir, að sé um lana eða sker

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.