Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 46
•10 Tímarit lögfræoinga norska ríkisstjórnin hefur fært fram til stuðnings þessari staðhæfingu, skorti að vísu oft nákvæmni um staðsetn- ingu, en þau veiti hins vegar nokkurn stuðning þeirri skoð- un, að haldist hafi við lýði hin hefðbundnu réttindi, sem áskilin voru íbúum konungsríkisins til fiskimiða, er liggja innan markalínunnar frá 1935, einkum í Lopphavet. Slík réttindi, reist á lífsnauðsyn landsmanna og staðfest af mjög fornri og friðsamlegri venju, má réttilega taka til greina, þegar dregin er markalína, sem dóminum virðist auk þess hafa verið haldið innan hóflegra og sanngjarnra takmarka. Afmörkun Vesturfjarðar er eftir hinn munnlega flutn- ing málsins ekki af eins miklu atriði og á fyrri stigum málflutningsins. Með því að dómurinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að sjávarsvæði Indreleia séu innsævi, verður að telja Vesturfjörð, svo sem alla aðra norska firði, innsævi. Þar sem svo stendur á, skiptir mjög iitlu máli sá skoðanamunur, sem enn er milli ríkisstjórnar Hins sam- einaða koifungsríkis og norsku ríkisstjórnarinnar. Hann er aðeins í því fólginn, hvort grunnlínan á að vera dregin milli staðanna 45 og 46, svo se..* ákveðið er í úrskurðinum frá 1935, eða hvort henni eigi að ljúka við Kalsholmenvita á Tennholmerne. Dómurinn telur, að þetta atriði sé stað- bundins eðlis og minni háttar, og beri að iáta strandríkinu eftir að skera úr um það. Samkvæmt þessum forsendum hafnar dómurinn öllum gagnstæðmn kröfum og dæmir Með tiu atkvæðum gegn tveimur, að aðferð sú, sem beitt var við afmörkun fiskiveiðasvæðisins samkvæmt hinum norska kon- ungsúrskurði frá 12. júlí 1935, fari ekki í bág við alþjóðalög, og með átta atkvæðum gegn fjórum að grunnlínur þær, sem ákveðnar voru með nefndum úrskurði til framkvæmdar þessari aðferð, fari ekki í bág við alþjóðalög.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.