Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 37
Haagdómurinn í fislcvciðamáli Brctlands og Norcgs 31 tók utanríkisráðuneytið þetta efni til meðferðar frá sjónar- miði alþjóðalaga, og svaraði svo sem hér segir: „1 sömu orðsendingu frá 30. desember hafið þér góð- fúslega vakið athygli mína á því, að mörk fiskiveiða- svæðisins í eyhafinu fyrir Sunnmæri séu dregin með beinni línu í stað sveigðrar. Þar sem fjarlægðin milli hólmanna Svínöy og Storholmen er meiri en tíu mílur, hefðu mörk fiskiveiðasvæðisins milli þessara tveggja staða að áliti ríkisstjórnar yðar átt að vera sveigð lína, er fylgdi bugðum strandarinnar og verið nær henni held- ur en lína sú, er dregin hefur verið. Enda þótt hin handahófskennda tíu mílna fjarlægð hafi verið ákveðin í ýmsum milliríkjasamningum, virðist mér hún ekki hafa öðlazt gildi alþjóðalaga. Enn síður virðist hún verða reist á raunhæfum sjónarmiðum, tiltekinn fjörður kann að vera vegna margskonar lögunar á strönd og sjávar- botni í eðli sínu mjög frábrugðinn öðrum firði sömu víddar. Mér virðist, að það séu öllu heldur staðhættir og athugun á því, hvað hentugt sé og sanngjarnt, sem eigi að vera þyngst á metunum í hinum einstöku til- vikum. Eögun stranda vorra líkist engan veginn lögun stranda í öðrum löndum Evrópu, og sú staðreynd ein veldur því, að ekki er unnt í þessu máli að taka upp neina ófrávíkjanlega og algilda reglu. Eg leyfi mér að staðhæfa, að öll þessi rök séu til stuðn- ings þeirri línu, sem kveðið var á um í úrskurðinum frá 16. október. Sveigð lína, er fylgdi öllum bugðum strand- arinnar milli Svinöy og Storholmen, mundi hafa verið svo hlykkjótt og ógreinileg mörk, að ekki hefði verið unnt að framkvæma þar eftirlit. . .“ Ummæli þessarar tegundar verða einungis túlkuð sem rökstudd tjáning lagalegs skilnings, sem er að dómi norsku ríkisstjórnarinnar samrýmanlegur alþjóðalögum, enda hélt franska ríkisstjórnin málinu ekki til streitu. í orðsend- ingu frá 27. júlí 1870 lýsti hún því, að hún héldi fast við sjónarmið sitt um meginregluna, en féllist hins vegar á þær markalínur, sem ákveðnar voru í úrskurðinum frá 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.