Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 18
12 Tímarit lögfræöinga „Hið sameinaða konungsríki krefst þess, að dómurinn kveði svo á, að þau landhelgismörk, sem Noregi er rétt að halda uppi í skiptum sínum við Hið sameinaða konungs- ríki, eigi að ákveðast samkvæmt eftirfarandi meginreglum: 1) Noregur á rétt á landhelgi ákveðinnar breiddar, sem hvergi má fara fram úr 4 sjómílum. 2) Ytri markalína landhelgi Noregs má þess vegna aldrei vera meira en 4 sjómílur frá tilteknum stað grunn- línunnar. 3) Grunnlínan á með þeim frávikum, sem um getur í liðunum 4, 9 og 10 að neðan, að vera fjörumál á landi, sem ávallt er upp úr sjó (og er hluti norsks yfirráðasvæðis), eða rétt lokunarlína norsks innsævis og vatna, sjá lið nr. 7 að neðan. 4) Þar sem land eða sker, sem upp kemur úr sjó við lág- flæði, er innan 4 mílna frá landi, sem ávallt er ofansjávar, eða frá réttri lokunarlínu norsks innsævis og vatna, mega ytri mörk norsku landhelginnar vera 4 sjómílur frá ytri brún þess lands, eða skers (við lágflæði). Aldrei má annars taka tillit til lands eða skers, sem einungis kemur upp við lágflæði. 5) Noregur á rétt á því, að honum séu talin á sögulegum grundvelli sem innsævi og vötn allir firðir og sund, sem koma undir hugtakið fjörð að alþjóðalögum (sjá lið 6 hér að neðan), hvort sem hin rétta lokunarlína vogskornings- ins er meira eða minna en 10 sjómíiur að lengd. 6) Fjörður telst að alþjóðalögum greinilegur vogskorn- ingur, sem í hlutfalli við breidd sína í mynni gengur svo langt inn í landið, að skorningurinn sé meira en einungis bugða á ströndinni. 7) Þar sem sjávarflötur telst fjörður, gildir sú megin- regla um lokunarlínu hans, að hana ber að draga milli staða í fjarðarmynninu, sem frá landfræðilegu sjónai-miði telj- ast eðlilegir, eða þar sem vogskorningurinn hættir að hafa fjarðarlögun. 8) Sund í lagaskilningi er hvers konar sund landfræði- lega séð, sem tengir saman tvö úthafssvæði.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.