Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 14
8 Tímarit lögfratSinga Dómur Viðstaddir dómarar: Dómsforseti Basdevant, varadómsfor- seti Guerrero, dómarar: Alvarez, Hackworth, Wini- arski, Zoricic, De Visscher, Sir Arnold McNair, Klae- stad, Badawi, Pasha, Read, Hsu Mo; dómritari Hambro. Dómurinn, skipaður eins og að ofan segir, kveður upp svolátandi dóm: Hinn 28. september 1949 lagði ríkisstjórn Hins sameinaða konungsrikis Stóra-Bretlands og Norður-lrlands fram á skrifstofu dómritarans málssóimarskjal á hendur konungs- ríkinu Noregi, þar sem beiðst er dóms um það, hvort gildar séu eða ógildar að alþjóðalögum markalínur hins norska fiskiveiðasvæðis fyrir þeim hluta Noregs, sem liggur norð- an 66° 28,8' (eða 66° 28'48") norðl. br., en kveðið var á um markalínur þessar rneð konungsúrskurði frá 12. júlí 1935 og breytingum, sem á honum voru gerðar með úrskurði frá 10. desember 1937. 1 málssóknarskjali er skírskotað til yf- irlýsinga, þar sem Hið sameinaða konungsríki og Noregur hafa skuldbundið sig til að hlíta lögsögu dómstólsins sam- kvæmt 36. gr., 2. málsgr., stofnskrár dómsins. 1 málssóknarskjalinu er þess beiðst, a) að dómurinn lýsi því, hvaða meginreglum alþjóða- réttar skuli beitt, er kveðið er á um grunnlínur þær, sem noi'sku ríkisstjórninni er heimilt að draga við afmörkun fiskiveiðasvæðis, er nær 4 sjómílur til hafs frá þeim línum og áskilið er norskum ríkisborgurum einum, svo og að dómurinn kveði á um nefndar grunn- línur, að svo miklu leyti sem það, með hliðsjón af málflutningi aðilja, telst nauðsynlegt, til þess að af- stýra frekari lagadeilum milli þeirra, b) að dómurinn kveði á um bætur handa Hinu samein- aða konungsríki vegna hverskonar afskipta norskra yfirvalda af brezkum skipum utan þess svæðis, þar sem ríkisstjórn Noregs samkvæmt ákvörðun dóms-

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.