Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 29
Haagdómurin-n i fiskvciöamáli Bretlands og Norcgs 23 andmæli uppi gegn þeim um meginatriði. Aðferðin er í því fólgin að velja hentuga staði á fjörumálslínunni og draga beinar línur á milli þeirra. Þetta hefur verið gert, ekki ein- ungis að því er varðar greinilega firði, heldur einnig um minni háttar bugður á strandlínunni, þar sem einungis er um að tefla að gera lögun landhelgisbeltisins einfaldari. Af hendi Hins sameinaða konungsríkis hefur verið full- yrt, að Noregur megi einungis draga beinar línur þvert yfir firði. Dómnum er ekki unnt að fallast á þessa skoðun. Ef landhelgisbeltið verður að fylgja ytri línu skerjagarðs- ins og ef viðurkenna verður í tilteknum tilvikum aðferð hinna beinu grunnlína, er engin gild ástæða til að draga þær einungis þvert yfir firði, svo sem á Austur-Finn- naörku, og draga þær ekki einnig á milli eyja, hólma og skerja og þvert yfir sjávarsvæði, sem greina þau í sundur, jafnvel þó að slík svæði falli ekki undir hugtakið fjörð. Það nægir, að þau séu milli eymyndana í skerjagarðinum, inter fauces terrarum (milli landkjálka). Stjórn Hins sameinaða konungsríkis viðurkennir notkun beinna lína án tillits til lengdar þeirra, einungis með þeim skilyrðum, sem greind eru í lið 5 í niðurstöðum hennar, svohljóðandi: „Noregur á rétt á því, að honum séu talin á sögulegum grundvelli sem innsævi og vötn allir firðir og sund, sem koma undir hugtakið fjörð að alþjóðalögum (sjá lið 6 hér að neðan), hvort sem hin rétta lokunarlína vogskornings- ins er meira eða minna en 10 sjómílur að lengd.“ Þetta atriði þarfnast nokkurra aðfaraorða. Það er skoð- un Hins sameinaða konungsríkis, að Noregur eigi af sögu- legum ástæðum rétt á að telja sem innsævi og vötn alla þá firði og sund, sem eru í eðli sínu firðir. Hann á einnig af sögulegum ástæðum rétt á því að telja til norskrar land- helgi öll svæði fjarða og sunda, sem eru í eðli sínu sund í lagaskilningi (niðurstöður, 9. liður) og annað hvort sem innsævi og vötn eða sem landhelgi þau sjávarsvæði, er iiggja milli skerjagarðsins og meginlandsins (11. liður og önnur varaniðurstaða II).

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.