Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 7
Meiöyröi og meiöyröamál. 127 þáttur í öðru broti, t. d. broti samkvæmt 101. eða 108. gr. hegnl. Móðganir eru auk þessa þáttur í allmörgum brotum, svo sem broti á húsfriði, bréfleynd, opinberum skýrslum um einkahagi, ofsóknum og hótunum, sbr. 228.—233. gr. hegnl., líkamsárásum, sbr. 217. og 218. gr. hegnl., ýmsum kynferðisbrotum, sbr. 194.—199. gr., í frelsisskerðingu, sbr. 225. og 226. gr. hegnl., og ýmsum fleiri brotum. En þá kemur 234. gr. ekki til greina, af því að sérákvæði lag- anna „tæmir“ brotið. 2. Aðdróttanir. Samkvæmt 235. gr. hegnl. er ærumeið- ingin þá fólgin í áburði á hendur öðrum manni um eitt- hvað, ,,sem verða mundi virðingu hans lil hnekkis“. Er þar með vitanlega átt við það, sem lækka mundi mann í áliti annarra eða særa sjálfsvirðingu hans. Ærumeiðing kann að vera fólgin í aðdróttun um tiltekna athöfn eða tilteknar at- hafnir eða athafnaleysi. Ef slíkt má telja vott skorts á sið- ferðiskennd aðilja þess, sem aðdróttun er beint til, þá felst þar í æðumeiðing. Ef maður er borinn sök um glæp, t. d. þjófnað, fjársvik, manndráp o. s. frv., þá er ljóst, að hann hefur verið ærumeiddur á refsiverðan hátt. Áburður um athafnaleysi, þar sem athafnaskylda er á mann lögð að viðlagðri refsingu, sbr. t. d. 126., 169. og 221. gr. hegnl., mundi og oft fela í sér ærumeiðingu. Áburður um það, að hann hefði ekki gætt skyldu sinnar, mundi verða virðingu hans til hnekkis. En aðdróttun um tiltekinn verknað eða athafnaleysi get- ur vel varðað við 235. gr. hegnl., þó að hún varði alls ekki neinn refisverðan verknað eða refsivert athafnaleysi. Drykkjuskapur er almennt ekki refsiverður, en áburður á mann um drykkjuhneigð og því fremur um ofdrykkju mundi vera refsiverð ærumeiðing, því að hún horfir hon- um til virðingarhnekkis, lækkar hann verulega í áliti manna, enda er gert ráð fyrir því í dómum, að slíkur áburður feli í sér refsiverða ærumeiðingu.1) Vanskil á i) Sbr. Dómasafn VIII. 23, Hrd. I. 357, 480, 524.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.