Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 7
Meiöyröi og meiöyröamál. 127 þáttur í öðru broti, t. d. broti samkvæmt 101. eða 108. gr. hegnl. Móðganir eru auk þessa þáttur í allmörgum brotum, svo sem broti á húsfriði, bréfleynd, opinberum skýrslum um einkahagi, ofsóknum og hótunum, sbr. 228.—233. gr. hegnl., líkamsárásum, sbr. 217. og 218. gr. hegnl., ýmsum kynferðisbrotum, sbr. 194.—199. gr., í frelsisskerðingu, sbr. 225. og 226. gr. hegnl., og ýmsum fleiri brotum. En þá kemur 234. gr. ekki til greina, af því að sérákvæði lag- anna „tæmir“ brotið. 2. Aðdróttanir. Samkvæmt 235. gr. hegnl. er ærumeið- ingin þá fólgin í áburði á hendur öðrum manni um eitt- hvað, ,,sem verða mundi virðingu hans lil hnekkis“. Er þar með vitanlega átt við það, sem lækka mundi mann í áliti annarra eða særa sjálfsvirðingu hans. Ærumeiðing kann að vera fólgin í aðdróttun um tiltekna athöfn eða tilteknar at- hafnir eða athafnaleysi. Ef slíkt má telja vott skorts á sið- ferðiskennd aðilja þess, sem aðdróttun er beint til, þá felst þar í æðumeiðing. Ef maður er borinn sök um glæp, t. d. þjófnað, fjársvik, manndráp o. s. frv., þá er ljóst, að hann hefur verið ærumeiddur á refsiverðan hátt. Áburður um athafnaleysi, þar sem athafnaskylda er á mann lögð að viðlagðri refsingu, sbr. t. d. 126., 169. og 221. gr. hegnl., mundi og oft fela í sér ærumeiðingu. Áburður um það, að hann hefði ekki gætt skyldu sinnar, mundi verða virðingu hans til hnekkis. En aðdróttun um tiltekinn verknað eða athafnaleysi get- ur vel varðað við 235. gr. hegnl., þó að hún varði alls ekki neinn refisverðan verknað eða refsivert athafnaleysi. Drykkjuskapur er almennt ekki refsiverður, en áburður á mann um drykkjuhneigð og því fremur um ofdrykkju mundi vera refsiverð ærumeiðing, því að hún horfir hon- um til virðingarhnekkis, lækkar hann verulega í áliti manna, enda er gert ráð fyrir því í dómum, að slíkur áburður feli í sér refsiverða ærumeiðingu.1) Vanskil á i) Sbr. Dómasafn VIII. 23, Hrd. I. 357, 480, 524.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.