Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 14
134 Tímarit lögjrœöinga ef hún væri borin upp í kæru til stjórnvalds eða kæmi fram í vísvitandi röngum vitnaframburði í því skyni, að saklaus maður yrði dæmdur sekur. Ákvæði 148. gr. mundu þá tæma brotið. b. Ef aðclróttun er birt opinberlega, enda þótt sakardberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til aó halda hana rétta, 2. málsgr. 236. gr. Opinberlega er aðdróttun birt, ef hún kemur fram á opinberum mannfundi eða í fjölda manna, í prentuðu máli, sem dreift er til ótiltekins fjölda manna, í auglýsingu, sem fest er upp á almannafæri1) o. s. frv. Það er annað skilyrði notkunar 2. málsgr. 236. gr., að sakaráberi hafi ekki haf't sennilega ástæðu til að halda að- dróttun sína rétta. Slíkt er háð mati hverju sinni. Ef hann hefur haft ástæðu til að halda sig geta sannað réttmæti aðdróttunar, þá mundi 2. málsgr. ekki koma til álita. En jafnvel þótt þessu sá ekki til að dreifa, þá getur aðili trúað því, að aðdróttunin sé rétt, svo sem ef hann getur skír- skotað til almannaróms, ef atvik bentu til þess annars, að aðili mátti halda sig bera hinn sannri sök. Það er sjálfsagt ekki nóg til þess að leysa sakarábera undan ákvæðum 2. málsgr. 236. gr., þótt honurn hafi fundizt, að hann hafi haft sennilega ástæðu til að halda aðdróttun rétta. Dóm- ari verður að rneta þao, hvort venjulegur skynsamur maÓur (bonus pater familias) hefði mátt telja sennilega ástæðu til þess. Mælikvarðinn er hlutlægur (objektiv), en ekki huglægur (subjektiv). Sakaráberi verour að bera hallann af sönnunarskorti um það, hvort ástæðan var sennileg, því að hann hefur framið friðbrot, sem honum ber að réttlæta, ef hann skal ekki sæta ákvæðum 2. málsgr. 236. gr. Vel má vera, að aðdróttun sé bæói höfð í frammi gegn betri vitund og birt opinberlega, og er þá ljóst, að slíkt varðar nokkru um refsihæo hverju sinni. Annars eru refsi- mörkin að neðan in sörnu (sektir), hvort sem brot varðar einungis við 235. gr. eða 236. gr., en refsimörk að ofan eru mismunandi (eins árs varðhald eftir 235. gr., en tveggja 1) Sbr. Dómasafn VIII. 439.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.