Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 21
Mciöyröi og meiöyröamál. 141 in. Eru dómsúrlausnir um þessi efni hér allmargar til og veita mikla fræðslu um þessi atriði. 2. Vafi kann að vera um aðild. Sönnunarbyrðin hvílir á sækjanda um það, að hann sé sá, er fyrir móðgun eða aðdráttun hafi orðið. Oft getur enginn vafi verið um þetta, með því að sækjandi hefur verið skýrt greindur í meiðandi ummælum eða móðgun tvímæalaust beint gegn honum, eða stefndi kannast við það, að hann hafi átt við þann mann. En hitt má líka vera, að aðili sé svo óglöggt greindur, að vafi megi á því vera, að við hann sé átt, ef stefndi neitar því eða kemur ekki fyrir fyrir dóm í einkamáli út af æru- meiðingum. 1 blaðinu Austra á Seyðisfirði voru t. d. meiðyrði og móðgunarorð stíluð á dómara, sem nefndur var „Rani Esui Calrot", og meðal annars vikið að meðferð dómarans á þrotabúi manns, sem nefndur var ,,Sonretap“. Ritstjóri blaðsins kvað greinina aðsenda og mótmælti því, að átt væri við dómarann á staðnum, sem þá var Einar Thorla- cius sýslumaður, en með bú Patersons kaupmanns hafði hann farið. Naínið á dómaranum þótti augljóslega eiga við sýslumanninn og nafnið á kaupmanninum var talið eiga við Paterson. Sýslumaðurinn var því talinn aðili í meið- yrðamálinu.1) Ritstjóri blaðs var talinn eiga aðild, þó að nafn hans væri ekki nefnt, í máli vegna meiðyrða um blaðið.2) Ummæli kunna að eiga við fleiri ónafngreinda menn en einn. Ef þeir verða nægilega skilgreindir, þá á hver þeirra aðild. 1 blaðagrein einni voru nýir bankastarfs- menn meiðyrtir. Sannað var, að þeir væru fimm, en rit- stjóri lýsti yfir því, að hann hefði ekki átt við tvo þeirra. Talið var, að hinir þrír væru réttir aðiljar meiðyrðamáls.3) Hinsvegar var ekki talið sannað, að níðkviðlingur í blaði, sem nefndur var „grafskrift", væri stílaður til ritstjóra annars blaðs, þó að nafn þess blaðs væri raunverulega 1) Dómasafn IV. 528. 2) Dómasafn VI. 510, VIII. 34. 3) Dómasafn IX. 1, 4.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.