Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 21
Mciöyröi og meiöyröamál. 141 in. Eru dómsúrlausnir um þessi efni hér allmargar til og veita mikla fræðslu um þessi atriði. 2. Vafi kann að vera um aðild. Sönnunarbyrðin hvílir á sækjanda um það, að hann sé sá, er fyrir móðgun eða aðdráttun hafi orðið. Oft getur enginn vafi verið um þetta, með því að sækjandi hefur verið skýrt greindur í meiðandi ummælum eða móðgun tvímæalaust beint gegn honum, eða stefndi kannast við það, að hann hafi átt við þann mann. En hitt má líka vera, að aðili sé svo óglöggt greindur, að vafi megi á því vera, að við hann sé átt, ef stefndi neitar því eða kemur ekki fyrir fyrir dóm í einkamáli út af æru- meiðingum. 1 blaðinu Austra á Seyðisfirði voru t. d. meiðyrði og móðgunarorð stíluð á dómara, sem nefndur var „Rani Esui Calrot", og meðal annars vikið að meðferð dómarans á þrotabúi manns, sem nefndur var ,,Sonretap“. Ritstjóri blaðsins kvað greinina aðsenda og mótmælti því, að átt væri við dómarann á staðnum, sem þá var Einar Thorla- cius sýslumaður, en með bú Patersons kaupmanns hafði hann farið. Naínið á dómaranum þótti augljóslega eiga við sýslumanninn og nafnið á kaupmanninum var talið eiga við Paterson. Sýslumaðurinn var því talinn aðili í meið- yrðamálinu.1) Ritstjóri blaðs var talinn eiga aðild, þó að nafn hans væri ekki nefnt, í máli vegna meiðyrða um blaðið.2) Ummæli kunna að eiga við fleiri ónafngreinda menn en einn. Ef þeir verða nægilega skilgreindir, þá á hver þeirra aðild. 1 blaðagrein einni voru nýir bankastarfs- menn meiðyrtir. Sannað var, að þeir væru fimm, en rit- stjóri lýsti yfir því, að hann hefði ekki átt við tvo þeirra. Talið var, að hinir þrír væru réttir aðiljar meiðyrðamáls.3) Hinsvegar var ekki talið sannað, að níðkviðlingur í blaði, sem nefndur var „grafskrift", væri stílaður til ritstjóra annars blaðs, þó að nafn þess blaðs væri raunverulega 1) Dómasafn IV. 528. 2) Dómasafn VI. 510, VIII. 34. 3) Dómasafn IX. 1, 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.