Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 31
MeiöyrSi og meiSyrSamál. 151 en anna’Öhvort nafnlaust eða með rangri eða tilbúinni und- irskrift, 242. gr. 2. c. Þetta gildir einungis um aðdróttanir, og sjálfsagt útbreiðslu þeirra, en ekki um aðrar ærumeið- ingar, t. d. mynd eða skammaryrði í nafnlausu bréfi, sem ekki felur í sér aðdróttun. Það tekur og aðeins til skrif- legra aðdróttana. Ef aðdróttun er á prenti, þá er séð fyrir því í 3. gr. tilskipunar 9. maí 1855, að einhver beri ábyrgð á, prentarinn, ef eigi eru aðrir nákomnari, og kemur ákvæði c-liðar þá ekki til greina, sbr. athugasemdir við 242. gr. En ef nú enginn höfundur er nafngreindur nægi- lega, prentara er ekki getið, og 3. gr. tilsk. 1855 þar með brotin, eða enginn refsihæfur aðili verður annars fundinn, þá sýnist mega nota ákvæði c-liðar analogice. Skrifleg telst aðdróttun, hvort sem penni eða ritvél hefur verið notuð, eða ef hún er send í símskeyti. Skilyrði er, að aðdróttun sé nafnlaus, þ. e. að engar upplýsingar séu að því leyti um brotamann. Sama er, ef aðdróttun er með gervinafni, skammstöfunum, sem venjulega geta átt við fleiri menn en einn eða jafnvel engan þekktan mann, eða öðru nafni en brotamanns., Ef aðdróttun er með nafni tiltekins manns, þá er oft hægt að halda sér að honum, en mjög algengt nafn, án bústaðar eða stöðu, veitir oft litla eða alls enga fræðslu um höfund, t. d. nafnið „Jón Jónsson", „Guð- mundur Jónsson" o. s. frv. Ef sá maður, er nafn hans hefur verið ranglega sett undir aðdróttun, synjar fyrir allan þátt sinn í brotinu, þá er skilyrði til notkunar c-liðar fullnægt. En hvernig skal með fara, ef ærumeiðandi að- dróttun er í frammi höfð í síma, og brotamaður annað hvort segir elcki til sín eða segir ranglega til sín Virðist hér vel mega orða notlcun c-liðar analogice. Ástæðan til þess, að ærumeiddur maður með þessum hætti fær kröfu til þess, að ríkisvaldið taki málið í sínar hendur, er væntanlega sú, að opinber rannsókn er venju- lega eina ráðið eða að minnsta kosti nærtækasta ráðið til þess að koma því upp, hver vera muni höfundur aðdrótt- unar. Rannsóknardómari hefur ýmis ráð í hendi sér til

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.