Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Side 42
að eftir ísöld, við eldgos, sem orðið hefur með sérstæðum liætti, þótt ekki verði rakið hér. Meðal annars hafa i því gosi, sem mjmdaði vatnið, þejrzt upp hraunkúlur. Er gabbrókjarni i þeim, en bergtegundin gabbró hefur ekki fundizt annars staðar á Suðvesturlandi. Þetta litla vatn er vafalaust meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð. Með því að það er í sérkennilegu umhverfi, við þjóð- veg, og auk þess í grennd við höfuðborgina, gistir vart sá jarðfræðingur landið, að ekki sé ekið með hann um Krýsu- víkurveg og honum sýnt vatnið. Fjöldi annarra útlend- inga fer og þennan veg, og enn er á það að líta, að auð- velt er að sýna nemendum í skólum i grennd við Reykja- vík þessar náttúruminjar. En á einu ári, 1949, var þessu merka náttúrufyrirbrigði spillt svo, að jarðfræðingar munu blygðast sín fyi'ir að sýna það. Tveir votheysturnar og fjós voru reist frammi á norðvesturbakka Grænavatns. 1 sambandi við þær byggingarframkvæmdir var farið um stórt svæði með jarðýtum, alveg fram á bakka vatnsins. Með þessu umróti og liinum liáu votheysturnum liefur svip vatnsins verið gerbreytt, og svæðið hefur verið svipt þeirri sérstæðu auðnarstemningu, sem þar ríkti áður. Ekki er annað sýnilegt en liægt hefði verið að velja mann- virkjum þessum annan stað en á bakka Grænavatns, enda er landrými mikið á þessum slóðum, eins og alkunna er. Þó að þessi staður hefði þótt stórum álitlegastur þeirra staða, er til greina komu, er mönnum torskilið, hver nauður rak til að láta jarðýtu róta jarðveginum alveg fram á bakka vatnsins. Yið þessa lýsingu má hnýta þeirri athugasemd, að engu er líkara en nota eigi vatnið sem ruslakistu, þar sem ýmiss konar drasli hefur verið hent niður yfir suðurbakka vatnsins, svo að blasir við veg- farendum. Allar horfur eru á, að spjöllum á vatninu hefði orðið afstýrt, ef notið hefði löggjafar um náttúruvernd, þegar til þessara mannvirkja við Grænavatn skyldi koma. Næsta dæmi, sem getið skal, eru Rauðhólarnir hér fyrir 232 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.