Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Side 49
jafnvel öðrum þræði friðun á fuglum og spendýrum. Þótt slík lagaákvæði verði felld undir náttúruvernd i víð- tækri merkingu, eru þessi ákvæði af talsvert öðrum toga spunnin en sú náttúruvernd, sem styðst við menningar- leg eða félagsleg rök. Fá almenn ákvæði verða sett um þessa búskaparlegu náttúruvernd. Virða þarf við hverja tegund náttúruauðæfa, hversu takmarka eigi nytjun þeirra eða stuðla að eðlilegri nýtingu þeirra. Af þessum sökum þykir ráðlegra að skipa ákvæðum um þetta efni í sérlög, og er yfirleitt ekki mælt um þetta atriði í frv., sbr. þó t. d. 2. gr. 2. mgr. 3. í 32. gr. frv. er lagt til, að rikisstjórninni verði veitt lieimild til að sækja um inngöngu fyrir Islands hönd i alþjóðlega náttúruverndarsambandið. Við samningu frv. hefur verið höfð hliðsjón af samþykktum sambandsins, svo að islenzk löggjöf girði ekki fyrir aðild Islands að sambandinu. 4. Þegar setja á lög um efni eins og náttúruvernd, er ljóst, að ákvæði þeirra hljóta að koma nokkuð við eignar- rétt einstakra aðilja. Frv. leggur eigendum og öðrum rétt- höfum að eign þá skyldu á herðar, að þola ýmiss konar takmarkanir á eignarráðum sinum. Þeir verða að hlíta friðiýsingu á náttúruminjum o. fl. í löndum sinum (sbr. l. gr. og að nokkru leyti 8. gr.), banna má þeim jarð- nám ýmiss konar (2. gr.), og þeim er óheimilt að hafa uppi auglýsingar á eignum utan þéttbýlis eða áróðurs- spjöld eða áletranir (4. gr.). Þá er öllum mönnum, þ. á m. eigendum, lögð sú skvlda á lierðar að forðast allt það, er leiða kann til náttúruspjalla að þarflausu (3. gr.), og eigendur verða að sæta för almennings um óræktuð lönd þeirra og dvöl þar (6. gr.) og berjatinslu á vissum svæðum (7. gr.). Þegar almenn lög mæla fyrir um slíkar takmark- anir á eignarrétti, rís að jafnaði það álitaefni, hvort þær baki bótaskyldu. I frv. eru ekki almenn ákvæði um það, hvaða náttúru- verndaraðgerðir baki bótaskyldu. Náttúruverndarnefnd- Tímarit lögfræöinga 239

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.