Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Síða 57
inn liefir enga heimild til þess að veita undanþágur. Hon- um ber ekki að láta af hendi loka vottorð um bygginguna fyrr en úr göllunum hefir verið bætt.“ Meiri hluti dómsins vildi ekki fallast á svo harðsvir- aðan mælikvarða. Einn dómendanna gat þess, að þótt arkitektar mættu ekki veita undanþágur á þann veg, að slakað væri á þeim almenna mælikvarða, sem leggja bæri á verlc byggingarmeistarans, þá væri þeim þó heimilt að leggja skvnsamlegt mat á þær kröfur, sem gera bæri til endurbótar byggingarmeistarans á göllum, sem fram hefðu komið. Þegar arkitekt legði þetta mat á, væri eitt af þvi, sem honum væri heimilt að hafa i huga, verð það, sem um hefði verið samið fyrir verkið. Hann benti og á, eins og héraðsdómarinn hafði gert, að á öllum húsum mætti finna einhverja galla og hér væri því alltaf um matsefni að ræða. Annar dómenda meiri hlutans komst þannig að orði: „Þegar lokamat var lagt á verkið, var rétt að hafa það í huga, hvers konar hús var um að ræða og verð slíks húss.“ Gallar þeir, sem fram höfðu komið, og héraðsdómari benti á, voru blettir á nokkrum tígulsteinum i lofti borð- stofunnar, er stöfuðu af því, að verkamenn höfðu við verk sitt slett glæolíu á steinana. Byggingameistarinn hafði boðið að setja nýja steina í stað þeirra, sem olían var á, en húseigandinn taldi þá steina ekki hæfa. Ekkert var nú aðhafzt í málinu, en húseigandinn hafði dregið £ 25-0-0 frá reikningi byggingarmeistarans. Þar sem húseigandinn hafði enga athugasemd gert i hálft ann- að ár eftir að lokavottorðið var gefið, verður varla talið, að gallar þeir, sem hann kvartaði um, hafi getað talizt verulegir. Þvi verður ekki sagt, að arkitektinn liafi hegð- að sér óskjmsamlega, þótt annar arkitekt i sporum hans mundi e. t. v. liafa verið liarðari í dómi sinum. Tímarit lögfrœðinga 247

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.