Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Page 58
Á víð og dreif NÝ RÍKISSTJÓRN tók, eins og kunnugt er, við völdum s.l. sumar. Lét Bjarni Benediktsson af störfum dómsmála- ráðherra, en við tók Hermann Jónasson hæstaréttarlög- maður, fyrrv. forsætisráðherra. Er hann jafnframt for- sætisráðherra hinnar nýju stjórnar. Störf dómsmálaráðherra eru nánar tengd lögfræðinga- stéttinni en störf annarra ráðherra. Mikils er því um vert, að í þá stöðu veljist góðir og reyndir lögfræðingar og má heita ófært að henni gegni menn, sem ekki hafa lögfræði- menntun. Ber að fagna' því, að báðir þessir dómsmála- ráðherrar eru að þessu leyti vel til starfans fallnir. Geri ég ráð fyrir, að lögfræðingastéttin sé á einu máli að þessu leyti, þótt lögfræðinga eins og aðra greini á um stjórnar- stefnur þessara ráðlierra. NÝR HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR. I desember lauk Kristinn Gunnarsson hdl. prófraun sinni við hæstarétt. Siðan hann lauk lagaprófi hefir hann stundað málflutn- ing hér í Revkjavík og lengi verið fulltrúi hjá Sveinbirni Jónssyni hæstaréttarlögmanni. LEIÐRÉTTING. Greinin: „Um eignar- og umráðarétt jarðhita", sem birtist í siðasta (III) hefti er eftir Ólaf Jóhannesson, prófessor. Vegna mistaka er nafns lians ekki getið við greinina og því reynt að bæta um það með þess- ari leiðréttingu. „FORHANDLINGER pá det tyvende nordiske jurist- möte i Oslo den 23.—25. August 1954“ eru nú loks komnar út og hafa borizt hingað um það leyti, sem verið var að ganga frá þessu hefti. Félagsmenn Norræna lagamanna- sambandsins munu fá bókina fljótlega — og liklega hafa fengið hana þegar lieftið kemur út. 248 Tímarit lögfrœðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.