Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 15
2.2. Líkamsspjöll, sem ekki leiða til dauða í 5:1 SkL segir, að sá sem beðið hefur líkamstjón, eigi rétt á skaða- bótum fyrir 1. sjúkrakostnað og önnur útgjöld, 2. tekjutap, 3. þjáningar og óþægindi, lýti eða annað varanlegt mein (,,men“) og annars konar óþægindi af líkamsspjöllum. Samkvæmt 2. mgr. 5:1 SkL skulu bætur fyrir tekjutap nema mis- mun á þeim tekjum, sem tjónþoli myndi hafa haft, ef tjón hefði ekki borið að höndum, og tekjum, er hann þrátt fyrir tjónsátvikið hefur eða hefði átt að hafa eða sem vænta má að hann muni hafa með vinnu, sem hæfir líkamsþreki hans og hæfileikum og sanngjarnt er að ætlast til af honum með hliðsjón af fyrri menntun og starfi, endur- hæfingu, aldri, búsetu og sambærilegum atriðum. 1 3. mgr. 5:1 SkL er sérstakt ákvæði um rétt atvinnurekanda til bóta fyrir líkamstjón. Einnig segir í 3. mgr., að vinnuframlag við heimilisstörf jafngildi tekjum. 2.3. Bætur vegna dauða 5:2 SkL mælir svo fyrir, að leiði líkamstjón til dauða skuli greiða bætur fyrir útfararkostnað, annan kostnað vegna andlátsins eftir því sem sanngjarnt verður talið, og bætur fyrir missi framfæranda. Regl- urnar um hverjir eigi rétt til síðasttaldra bóta og um ákvörðun bóta- fjárhæðar eru efnislega þær sömu og í norsku skaðabótalögunum (sbr. 1.4. kafla hér að framan) með þeirri undantekningu, að í sænsku lög- unum er tekið fram, að ákvörðunin skuli fara eftir sanngirnismati. Bæði norsku og sænsku lögin taka fram, að vinnuframlag hins látna við heimilisstörf skuli metið sem framfærsla. Eigi eru í 5:2 SkL ákvæði um frádrátt bóta, sem þriðji maður greið- ir tjónþola. Um það gilda reglur í 5:3 SkL. 2.4. Frádráttur bóta, sem tjónþoli fær frá þriðja aðila Þégar bætur fyrir missi tekna eða missi framfæranda eru ákveðn- ar, skal skv. 5:3 SkL draga frá eftirtaldar bætur, sem tjónþoli á rétt á vegnatjóns síns: 1. bætur frá opinberum skyldutryggingum (almannatryggingum) skv. nánar tilgreindum lögum og öðrum hliðstæðum skyldutrygg- ingum, 2. lífeyri eða laun, sem vinnuveitandi greiðir í slysa- eða veikinda- forföllum skv. ákvæði í vinnusamningi, 209
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.