Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 17
tekjutap. (Hvöss gagnrýni á notkun læknisfræðilegs örorkumats í skaðabótamálum kemur fram hjá Gunnari M. Guðmundssyni, bls. 51 o. áfr. Um þetta efni fjallar einnig Þórir Bergsson, bls. 20 o. áfr.). Töflur þær, sem til skamms tíma hefur verið stuðst við í læknisfræði- legu örorkumati, eru að stofni til frá því fyrir síðustu aldamót. Við gerð þeirra var miðað við áhrif líkamsspjalla á vinnugetu manna, sem vinna erfiðisvinnu. Síðan hafa orðið gífurlegar breytingar á atvinnu- háttum, og fer þeim mönnum, sem slíka vinnu stunda, hlutfallslega fækkandi. Skal hér aðeins minnt á, hve margir vinna nú við skrifstofu- störf og önnur störf, þar sem sköddun á útlimum og ýmis önnur var- anleg örkuml, sem metin eru til læknisfræðilegrar örorku, hafa engin áhrif á hæfni til tekjuöflunar. Þó að ekki væri til að dreifa þessum miklu breytingum á störfum manna, væri samt ærin ástæða til að draga í efa gildi læknisfræðilegs örorkumats við ákvörðun tekjutaps, því að sú stöðlun, sem í því felst að bæta fjártjón á grundvelli slíks mats, veldur því oft, að öryrkjar fá sömu eða svipaðar bætur, ef ör- orkustig er hið sama, þótt áhrif örorkunnar á tekjuöflunargetu séu mjög mismunandi eftir öðrum högum þeirra, svo sem búsetu, mennt- un og fyrra starfi. Nefna mætti fleiri rök gegn notkun læknisfræði- légra örorkumata í skaðabótamálum, en þess skal aðeins getið til við- bótar, að rannsóknir, sem gerðar hafa verið erlendis, benda til, að læknisfræðileg örorka hafi í fæstum tilvikum eins mikil áhrif á at- vinnutekjur tjónþola og örorkustig gefur til kynna. Rannsóknir sýna einnig, að mjög er mismunandi, hvort og að hve miklu leyti öryrkjar ná eðlilegum vinnutekjum eftir slys, sbr. t.d. könnun, sem danski lög- maðurinn Christrup greindi frá á norræna lögfræðingaþinginu í Kaup- mannahöfn 1963 (Christrup, bls. 3 o. áfr.). Það sem að ofan er rakið, hefur stuðlað að því, að nú er læknis- fræðileg örorka mjög á undanhaldi sem grundvöllur mats á tekjutapi. Með setningu norsku og sænsku skaðabótalaganna er farin önnur leið, nefnilega sú að miða skaðabætur fyrir varanleg líkamsspjöll við „f jár- hagslegt" örorkuhugtak (Norska: „ervervsmessigt invaliditetsbe- grep“. Sænska „ekonomiskt invaliditetsbegrepp". 1 Noregi var reynd- ar miðað við fjárhagslega örorku áður en almenn skaðabótalög voru sett þar í landi, sjá Innstilling frá maí 1971, bls. 12-13 og Nygaard, bls. 108). Með fjárhagslegri örorku er átt við þau áhrif, sem líkams- spjöll hafa á fjárhag tjónþola. Hafi líkamsspjöllin engin áhrif á tekj- ur tjónþola, er ekki um neina fjárhagslega örorku að ræða. Þegar ákveða skal skaðabætur fyrir tekjutap í framtíðinni er vitanlega ekki unnt að segja fyrir með neinni vissu um raunveruleg áhrif líkams- 211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.