Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 26
3.5. Bætur frá þriðja aðila Réglur norsku og sænsku skaðabótalaganna um áhrif þess á skaða- bótakröfu, að tjónþoli fær bætur frá þriðja manni, eru í meginatrið- um sama efnis. Reglurnar varða eingöngu frádrátt frá skaðabótum fyr- ir tekjutap eða missi fyrirvinnu. Kjarni þeirra er, að draga skal að fullu frá skaðabótum almannatrygging-abætur og lífeyri (og sjúkra- laun), sem greiðist vegna vinnusamnings eða kjarasamnings og skipt- ir eigi máli hvort greiðandi er vinnuveitandinn sjálfur, lífeyrissjóður, lífeyristrygging, sjúkra- eða slysatrygging. Einstök atriði reglnanna eru greind í 1.2. og 2.4. hér að framan. Það athugist, að eftir norsku lögunum skal ennfremur draga frá skaðabótum vátryggingarbætur, sem greiddar eru í eitt skipti fyrir öll, enda hafi vinnuveitandi kostað vátrygginguna. Annað frábrugð- ið atriði skal nefnt: Við bótaákvörðun er skv. norsku lögunum heimilt að líta til vátryggingarbóta, sem ekki falla undir það, sem að framan greinir, svo og annars verulegs fjárstuðnings, er tjónþoli fær vegna slyssins. Samsvarandi heimild var í sænska lagafrumvarpinu, en náði ekki fram að ganga í þinginu. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, ber almennt ekki að draga frá skaðabótakröfu vátryggingarbætur, sem tjónþoli fær vegna tjóns síns. Frádráttarreglurnar varða aðeins almannatryggingabætur og þær greiðslur þriðja manns (vátryggingafélaga o.fl.), sem eiga rót sína að rekja til vinnusamnings eða kjarasamnings. Annarra bóta frá vátryggingu eða lífeyrissjóði nýtur tjónþoli samhliða óskertum skaðabótum, t.d. bóta frá líf-, slysa- eða sjúkratryggingu, sem hann hefur sjálfur keypt, og bóta úr lífeyrissjóði, er ekki tengist vinnu- samningi eða kjarasamningi. Efni þessara nýmæla svipar mjög til þeirra reglna, sem gilda að íslenskum rétti. Einnig hér á landi er aðalreglan sú, að bætur almanna- trygginga og samningsbundinna slysatrygginga svo og samnings- bundið og lögmælt kaup í slysa- og veikindaforföllum dregst frá skaða- bótum. Sama gildir í Noregi og Svíþjóð með þeirri undantekningu, að í Svíþjóð koma eingreiðslur, sem greiðast kunna af vátryggingu, er atvinnurekandi hefur kostað, ekki til frádráttar í skaðabótamáli. Helsti munur á íslenskum rétti og nýmælunum, sem hér um ræðir, er sá, að skv. þeim eru greiðslur úr lífeyrissjóðum vinnumarkaðarins dregnar frá skaðabótum, en hins vegar ekki hér á landi, þótt stundum hafi verið litið til lífeyrisgreiðslna við ákvörðun bótafjárhæðar, sbr. t.d. Hrd. 1972, 417. 220

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.