Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 29
4. ÁHRIF LAGABREYTINGANNA Eitt af því fyrsta, sem spurt er um, þegar reglum um ákvörðun bótafjárhæðar er breytt, er það, hvort breytingin verði til þess, að einstakir tjónþolar fái meiri eða minni bætur en verið hefði eftir eldri reglum. Áður (í 3.1.) kom fram, að það að miða bætur fyrir tekjutap við fjárhagslegt örorkumat í stað læknisfræðilegs, geti ýmist leitt til þess, að örorkubætur verði minni eða meiri en áður var. En þar með er ekki sögð öll sagan, vegna þess að bætur fyrir „men“ taka nú að sumu leyti við hlutverki bóta fyrir læknisfræðilega örorku. Heildar- bætur til tjónþola þurfa því alls ekki að verða minni en áður voru dæmdar fyrir sambærileg slys, þótt örorkubætur kunni að verða lægri eða jafnvel engar. í mörgum tilfellum, einkum þegar um mikla fjár- hagslega örorku er að ræða, verða heildarbætur áreiðanlega hærri en fyrir lagabreytinguna. Lögfesting bóta fyrir „men“ í Noregi bæt- ir vafalaust rétt tjónþola, sem eiga skaðabótakröfu að lögum, en lagaheimild til að dæma miskabætur var lerigst af mun þrengri í Noregi en annars staðar. Hins vegar er óvíst, hvort breytingar á sænskum reglum um miskabætur valda hækkun bóta fyrir þess konar tjón (Hellner, bls. 270-1). Fjárhæðir skaðabóta fyrir sambærileg slys eru mjög misháar eftir ríkjum, og gætir þess munar einnig á Norður- löndum. I norsku og sænsku skaðabótalögunum er ekkert kveðið á um fjárhæðir bóta. Verður það áfram í höndum dómstóla að ákveða þær. Enn sem komið er verður heldur lítið sagt um bótafjárhæðir eftir hinum nýju reglum, végna þess hve fáir dómar hafa gengið um slys, sem hafa orðið eftir að þær tóku gildi (Um ýmsa riýlega dóma, sem gengið hafa í Noregi í málum um bætur fyrir líkamstjón, vísast til Lodrup (1979). Lodrup (1978), bls. 349 nefnir nokkur norsk dæmi um fjárhæð bóta fyrir varanlegan miska. Sbr. og Nygaard, bls. 138-141). I samvinnunni um undirbúning norrænu skaðabótalaganna kom fram mikill áhugi á að koma á meira samræmi í bótafjárhæðum meðal ríkj- anna. Má vera, að þessar hræringar valdi einhverri stefnubreytingu dómstóla í átt til samræmirigar. Hitt er annað mál, að samræming upphæða skaðabóta þarf ekki að leiða til samræmingar í raun. Sama bótafjárhæð fyrir sams konar slys getur verið misjafnlega mikiis virði fyrir tjónþola eftir því í hvaða landi hann býr. Bætur nýtast misjafnlega vel eftir verðlagsþróun o.fl. Einnig má nefna, að staða tjónþola getur verið mjög ólík eftir því, hver félagsleg úrræði standa honum til boða, en við ákvörðun skaða- 223

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.