Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 43
Sé opinber umræða meira eða minna á fræðilegum grunni og um málefni dómstóla almennt, er tæpast nokkuð því til fyrirstöðu að taka þátt í henni. Dómarar hafa verið allt of ragir við það. Spyrja má hverjir innan dómsmálakerfisins eigi að gera slíkar at- hugasemdir eða taka þátt í fræðilegri umræðu. Auðvitað getur ein- stakur dómari gert slíkt að eigin frumkvæði, sérstaklega varði um- ræða mál sem hann fer með. Það kann samt oft að vera heppilegra, að dómstóll geri það í heild. Hæstaréttarritari ætti líklega oftast að gera slíkt á vegum þess dómstóls. Dómsmálaráðuneytið ætti ekki að gera slíkar athugasemdir nema mál varði það sérstaklega. Þá vaknar sú spurning, hvort dómarar eigi ekki að beita samtökum sínum í ríkara mæli til að veita almenningi upplýsingar og taka þátt í dómsmálaumræðu. Þeirri skoðun skal hér haldið á loft að athugasemdir og upplýsingar, sem að haldi eiga að koma, verði að koma fljótt og áður en tegist á umræðunni. Fyrirspurnum á að svara greiðlega, og sé ekki mögu- légt að veita svar þarf að segja hvers vegna. Hefði þetta verið gert og það í tæka tíð, hefði sú dómsmálaumræða, sem hér hefur farið fram í fjölmiðlum á síðasta áratug líkast til orðið önnur. Reynslan er sú a.m.k., að blaðamenn skilja, að ekki verða öll svör gefin undir eins. Blaðamenn átta sig fljótt á því sé embættismaður með undanbrögð eða kæfi spurningar með undanbrögðum. 237

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.