Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 58
á landi. Stjórn félagsins leggur á það höfuðáherslu, að félagið beiti afli sínu til framdráttar hugmyndinni um dómhús í Reykjavík, sem þolir ekki bið. Stjórn félagsins telur, að stefna beri að hraðari úrlausnum dómsmála, og sé þó alls réttaröryggis gætt. í því skyni þarf að bæta vinnuaðstöðu dómara og fjölga dómurum og lögfesta ýmsar endurbætur á réttarfarslöggjöf og er vissulega höfuðnauðsyn á því, að skipan dómstóla sé ráðið til lykta án tafar. Stjórn félagsins er þeirrar skoðunar, að eðlilegt sé að hefjast handa um nánari samvinnu dómara og lögmanna, þ.á m. með námskeiðum fyrir þessa tvo flokka lögfræðinga um ýmis mál, er hljóta að koma upp í samstarfi þeirra. Hefur stjórn félagsins rætt mál þetta við fulltrúa Lögmannafélagsins. Stjórn félagsins telur æskilegt, að unnt sé að koma á framfæri við félags- menn upplýsingum um stefnumarkandi dóma, sem kveðnir eru upp í héraðs- dómstólum og Hæstarétti, fljótlega eftir að þeir ganga, en það mál þarf mikils undirbúnings og hyggja þarf að fjárhagsgrundvelli þess. Raunar væri æskilegt, að auka tengsl með félaginu og félagsmönnum, t.d. með útgáfu félagsblaðs. XI. FERTUGSAFMÆLI D.i. Á næsta ári verður D.i. fertugt. Stjórn félagsins hefur rætt almennt, að sjálf- sagt sé að minnast þess með nokkrum hætti, þ.á m. með því að kannaðir verði möguleikar á að rita drög til sögu félagsins, svo og með því að haldið verði sérstakt málþing eða námskeið sem vandað verði til og tengdist þróun dómstóla og réttarfars síðustu áratugi. Þar sem þetta mál kemur fyrst og fremst í hlut stjórnar þeirrar, sem kjörin verður á aðalfundi 1980, þykir ekki rétt að ræða það frekar hér. Stjórn félagsins notar þetta tækifæri til að þakka félagsmönnum ánægju- legt samstarf á liðnu starfsári og jafnframt árnar stjórnin þeim allra heilla í mikilvægum störfum þeirra í þágu lands og lýðs. 13. nóvember 1980. Ármann Snævarr. AÐALFUNDUR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS 1980 Aðalfundur Dómarafélags íslands 1980 var haldinn dagana 13. og 14. nóvember s.l. í Tollhúsinu í Reykjavík. Tveir erlendir gestir sátu fundinn, þeir dr. Curt Olsson forseti Hæstaréttar Finnlands og formaður danska dómarafélagsins, Svend Aage Christensen héraðsdómari í Ringköbing á Jótlandi. Formaður félagsins, dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari, flutti skýrslu um starfsemina undanfarið ár. Er hún birt í heild hér í heftinu. Upphafsfundinn sátu þeir Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra, Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, ásamt ýmsum embættismönnum ráðuneytanna, og Þorsteinn Júlíusson hæstaréttarlögmaður, formaður Lögmannafélags íslands. Fluttu gestirnir fundarmönnum ávörp. Eftir hádegi fyrri daginn flutti dr. Curt Olsson forseti Hæstaréttar Finnlands fyrirlestur um endurbætur og nýjungar í finnskri réttarfarslöggjöf á síðustu 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.