Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 62
betur undir meðferð hjá lögmanni. Við teljum, að slík starfsemi yrði mun auðveldari í framkvæmd en tilhögun sú, sem byggt er á í frumvarpi til laga um lögfræðiaðstoð, sem lagt var fyrir Alþingi á 102. löggjafarþingi 1979. Þar er gert ráð fyrir svipaðri ráðgjöf (fellur einkum undir starfssvið lög- manna, er ber heitið munnlegar álitsgerðir) og Réttarráðgjöfin annaðist, þó að viðbættum bréfaskriftum. Fól frumvarpið í sér, að eins konar „sjúkra- samlagskerfi" yrði komið á fót þannig að sækja mátti til dómsmálaráðu- neytisins á sérstökum eyðublöðum um að ríkissjóður greiddi kostnað af ráð- gjöfinni. Þetta kerfi verður óhjákvæmilega svifaseint, einkum þegar haft er í huga, að algengasta þóknun fyrir slíka ráðgjöf er innan við 20.000 kr. í viðtali okkar við dómsmálaráðuneytið lýstum við þessu áliti okkar. Kom þá fram að Orator, félag laganema, hefði I hyggju að hrinda af stað ráð- gjafarþjónustu frá haustmánuðum 1979 og að ráðuneytið teldi koma til greina að styrkja væntanlega starfsemi félagsins. Síðar komu á fund okkar forsvarsmenn Orators og fengu upplýsingar um starfsemi Réttarráðgjafar- innar og sögðu frá undirbúningi Orators að því að hrinda af stað svipaðri þjónustu, sem nú mun vera að hefjast. F.h. Réttarráðgjafarinnar, Atli Gíslason, lögfræðingur. Steinþór Haraldsson, lögfræðingur. JAFNRÉTTISRÁÐ Með lögum nr. 78 frá 1976 um jafnrétti kvenna og karla var sett á stofn Jafnréttisráð til að annast framkvæmd laganna. Jafnréttisráð er skipað 5 mönnum til þriggja ára í senn, og var fyrsta Jafnréttisráðið skipað eftirtöldum mönnum: Guðrún Erlendsdóttir, formaður, skipuð af Hæstarétti, Geirþrúður H. Bernhöft, skipuð af félagsmálaráðherra, Áslaug Thorlacius, skipuð af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, skipuð af Alþýðusambandi Islands, Ólafur Jónsson, skipaður af Vinnuveitendasambandi íslands. Við lok skipunartíma hins fyrsta Jafnréttisráðs gaf það út skýrslu um starf- semina fyrir tímabilið júlí 1976 til desember 1979. í skýrslunni kemur fram, að mest hefur borið á málum, sem snerta launamisrétti, og aðallega eru það konur, sem hafa þurft að fá leiðréttingu mála sinna. Jafnréttisráð hefur lagt áherslu á að ná samstarfi við skólayfirvöld og aðila vinnumarkaðarins og hefur efnt til umræðufunda og ráðstefna í því skyni. Þá hefur það haldið blaðamannafundi til kynningar starfsemi ráðsins. Tilmæli Jafnréttisráðs um úrbætur vegna brota á lögunum hafa yfirleitt verið tekin til greina, og hefur ráðið fram til þessa aðeins höfðað eitt mál í samráði við starfsmann til viðurkenningar rétti hans. Dómur í því máli féll í bæjarþingi Reykjavíkur 26. mars 1979, og var því áfrýjað til Hæstaréttar. í apríl 1977 var stofnuð sérstök ráðgjafarnefnd innan Jafnréttisráðs, en starfssvið hennar er að fylgja eftir framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóð- anna, sem samþykkt var árið 1975. 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.