Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 8
ur lagði áherslu á hagnýtt gildi lagakennslu og aukna fjölbreytni hennar, sér- staklega með það fyrir augum að styrkja stöðu lögfræðinga í vaxandi sam- keppni við þjóðfélagsfræðinga og viðskiptafræðinga um störf í opinberri stjórnsýslu, fyrirtækjastjórn, fjölmiðlun o.fl. Hin hreyfingin lagði minna upp úr beinni samkeppnisstöðu lögfræðinga heldur bæri að auka hæfni þeirra til að vinna sjálfstætt og vísindalega þau störf sem þeir kysu sér og bæta þannig hag þeirra óbeint í vaxandi samkeppni og kröfum nútímasamfélags. Því tengdist enn fremur áhersla á valfrelsi og sérhæfingu í samræmi við þarfir þjóðfélagsins og áhugasvið hvers og eins. Árangurinn af þessum umræðum varð nokkurs konar málamiðlun. í leið- beiningum fyrir stúdenta um námstilhögun í lagadeild og fl. (nú námsvísi fyrir lagadeild, útg. 1984) er kveðið svo að orði að með reglugerðarákvæðun- um frá 1970 sé leitast við að auka þjálfun stúdenta í fræðilegum vinnubrögðum. Laganámið sé þannig hvort tveggja í senn, undirbúningur fyrir tiltekin störf í þjóðfélaginu og þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum. Auk þess eigi námið að vera vettvangur fyrir umræður og þroskun rökrænnar hugsunar. Mark- miðin eru í leiðbeiningunum skilgreind svo í stuttu máli: a) Öflun þekkingar á undirstöðuatriðum. b) Þjálfun í að afla þekkingar, beita henni og miðla henni. c) Vettvangur fyrir hleypidómalaus og hlutlæg skoðanaskipti um það hvern- ig lögum beri að haga, til hvaða sviða mannlegs lífs lagareglur eigi að ná, hvaða áhrif tiltekin lagaregla hafi o.s.frv. Margs kyns gagnrýni hefur komið fram á undanförnum árum meðal laga- nema og lögfræðinga bæði á markmið lagakennslu en þó einkum á fram- kvæmdina (leiðirnar). Er það vel og minnir á það að hvort tveggja getur þurft að endurnýja með vissu millibili í samræmi við breyttar þarfir. Hér verða ekki rædd þau atriði sem aðallega eða eingöngu lúta að framkvæmd laga- kennslu, svo sem prófreglur, prófkröfur, æfingaskylda o.fl. Umræður um þessi atriði heyrast nær eingöngu í röðum nemenda. Hins vegar ætla ég að víkja nokkrum orðum að þeim álitaefnum sem einnig lögfræðingar láta sig varða og lúta að markmiðum kennslunnar beint eða óbeint. Ber þar hæst spurn- ingarnar hvað kenna skuli og hvernig, þ.e. kennsluefni og kennsluaðferðir. Gagnrýni á kennsluefni snýst einkum um hagnýtt gildi þess, án þess þó að alltaf liggi Ijóst fyrir hvað í hugtakinu hagnýtur felst. Margs konar hugmyndir hafa komið fram um breytingar og af misjöfnum toga spunnar. a) Því er oft haldið fram að núverandi kennsluefni, þ.e. greinaval og efnis- magn, sé úrelt orðið þar sem of mikil áhersla sé lögð á hinar hefðbundnu greinar eins og refsirétt, sifja- og erfðarétt, en vanræktar séu að sama skapi ýmsar (nýjar) greinar er henti betur þörfum atvinnulífsins eða komi lögfræð- ingum vel að kunna, svo sem bankaréttur, hugverkaréttur, skattskil, opin- ber stjórnsýsla, bókhald, tölvufræði og jafnvel vélritun. Gegn þessu má benda á þau markmið sem byggt hefur verið á til þessa. Lagadeild á að veita nemendum sínum undirstöðumenntun í aðalgreinum lögfræðinnar en kenna þeim að öðru leyti að afla sér sjálfir viðbótarmennt- unar og þjálfa þá í að beita þekkingu sinni. Ekki er skynsamlegt að eltast um of við nýjar eða sérhæfðar greinar og því síður greinar sem eðlilegt er að stúdentar almennt hafi tileinkað sér í framhaldsskólum, t.d. tölvufræði og vélritun. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.