Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 54
ilar, yfirtaka skipin við tilfærðu söluverði. Deilt var um það í málun- um, hvort byggja mætti á þessu tilfærða söluverði í skattalegu tilliti, þ.á m. sem fyrningargrunni, en á það vildi skattstjóri ekki fallast. Hvorki varð breyting á eignaraðild né eignarhlutdeild við þessar ráð- stafanir sameigendanna. Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurði skatt- stjóra í báðum málunum. 1 niðurstöðu Ríkisskattanefndar í úrskurði nr. 25 frá 1982 segir m.a. svo: „Þegar litið er til þess, að eigendur S. s.f. eru þeir sömu og áður áttu þær eignir, er til félagsins gengu og aðila- skipti í reynd því eigi orðið á eignunum, svo og að virtum öðrum atvik- um málsins, verður eigi á það fallist, að við stofnun þessa félags verði yfirtaka eignanna að skattarétti byggð á svonefndu söluverði þeirra við þessar ráðstafanir." 1 íslenskum skattalögum eru ekki nein ákvæði um skattlagningu félagsaðila í sameignarfélagi við úthlutanir við félagsslit. Hins vegar eru í 57. gr. 1. nr. 75/1981 ákvæði um skattalega meðferð, þegar slit sameignarfélags verða vegna sameiningar þess við annað slíkt félag eða hlutafélag eða breytingu þess í hlutafélag. Það er auðvitað ljóst, að skapast getur skattskyldur söluhagnaður vegna sölu á eignum sameignarfélags í tilefni af fyrirhuguðum slitum þess. Álitaefnið er hins vegar úthlutun hreinnar eignar sameignarfélags til eigenda við endanleg félágsslit. Um það skortir alveg ákvæði, og ekki virðist hafa reynt á vandamál af þessu tagi, enda ekki annað vitað en úthlutun til félagsaðila í sameignarfélagi sæti engri skattlagningu hér á landi. Með lögum nr. 30 frá 1971 var ætlunin að taka á þessu, að því er best verður séð, jafnt sem afhendingu verðmæta til eigenda eignarhluta, meðan á rekstri félags stæði. Þar var tekið fram, að út- hlutun innborgaðs stofnfjár eigenda sameignarfélags við félagsslit teldist ekki til skattskyldra tekna þeirra. Öll önnur afhending verð- mæta, er telja yrði sem tekjur af eignarhlutum, skyldi hins vegar skoðast sem skattskyldur arður, ef farið væri umfram ákveðið há- mark. Þessi ákvæði komu aldrei til framkvæmda og voru numin úr gildi með lögum nr. 7 frá 1972. Úttektir félagsaðila að sameignarfélagi úr félaginu skapa ekki skatt- skyldar tekjur hjá þeim. Úttektir geta hins vegar falið í sér skatt- skylda ráðstöfun varasjóðs, svo sem síðar verður vikið að. I 53. gr. frumvarps þess til lága um tekjuskatt og eignarskatt, sem lagt var fyrir Alþingi á 98. löggjafarþingi 1976, var ákvæði þess efnis, að skatt- aðilum væri heimilt að taka út hreina eign sína í eigin rekstri eða eignarhlutdeild sína í rekstri eða á vegum sameignarfélags án þess að úttektin teldist þeim til skattskyldra tekna. Þá var í ákvæðinu að 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.