Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 49
saman við reglur félagaréttar, þ.e. einkaréttarlegar reglur, og mun talið, að það fái staðist. 1 skattaréttarlegum efnum mun þó almennt verða að byggja á grunni einkaréttarins varðandi félög.7) Þetta leiðir hugann að því, að félagssamningur verður að vera gild- ur að einkarétti, til þess að hann hafi þýðingu í skattaréttarlégu til- liti. Skattaleg áhrif verða því ekki byggð á félagssamningi, sem gerð- ur er til málamynda.8 9) Þetta getur skipt máli, hvort sem félag er sjálfstæður skattaðili eða ekki. 1 úrskurði Ríkisskattanefndar nr. 651, dags. 28. september 1979, reyndi á félagssamninginn að þessu leyti. Málið varðaði það, hvort samlagsfélag hefði komist á laggirnar, þann- ig að á því yrði byggt í skattaréttarlegu tilliti:!’) Félag var skráð í firmaskrá á árinu 1975 og tekið fram, að það skyldi vera sjálfstæður skattaðili, og var lagt á félagið í samræmi við það. Félagið notaði skammstöfunina s.f. í firma sínu. Sam- kvæmt tilkynningunni til firmaskrárinnar bar einn félagsmanna, N.N., ótakmarkaða og beina ábyrgð, en tveir voru samlagsfélag- ar með smávægilegu fjárframlagi. Upplýst var, að samlagsfélag- ar voru eiginkona og faðir N.N. Félagið taldi ekki fram til skatts innan tilskilins framtalsfrests árið 1978 og sætti því áætlun skatt- stjóra á skattstofnum. Barst framtal félagsins þetta ár með kæru til Ríkisskattanefndar og var þess krafist, að skattframtalið yrði lagt til grundvallar álagningu í stað áætlunar skattstjóra. Ríkis- skattstjóri krafðist þess í málinu fyrir hönd gjaldkrefjenda, að kærunni yrði vísað frá, en opinber gjöld vegna gjaldstofna félags- ins yrðu lögð á eiganda þess, N.N. Ríkisskattstjóri taldi félagið ekki uppfylla skilyrði C-liðs 1. mgr. 5. gr. 1. nr. 68/1971, sbr. 2. gr. 1. nr. 7/1972, til að teljast sjálfstæður skattaðili, þótt það hefði sætt álágningu á þann veg. Vísaði Ríkisskattstjóri til að- ildar og ábyrgðarfyrirkomulags í félaginu og hélt því fram, að framlög samlagsfélaga væru í raun lán til N.N., sem honum bæri að færa sem slík. I forsendum Ríkisskattanefndar er rakið, hvernig ábyrgð sé háttað á skuldbindingum félagsins og þess getið, að samlagsfélagar séu úr sifjaliði N.N. Þá segir svo: „Að þessu athuguðu þykir félag þetta bera þann keim af málamynda- gerningi að sú niðurstaða þykir ekki tæk að viðui'kenna það sem 7) Sbr. Magnus Aarbakke: Skatt pa inntekt, Del I (3. útg. 1973), bls. 58. 8) Sama rit, bls. 59. 9) Úrsk. er birtur t ágripi í úrskurðasafni (úrtaki) Ríkisskattanefndar 1979, bls. 19-21. Sjá og í sama safni, bls. 21-23, ágrip úrsk. nr. 1111, dags. 27. nóvember 1979, um svipað álitaefni. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.