Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 39
ári, áður en tekjur væru taldar fram. Þessi ákvæði stóðu þar til 1. nr. 30/1971 voru samþykkt. Þau lög voru felld inn í 1. nr. 90/1965, um tekjuskatt og eignarskatt, sem þau breyttu, og síðarnefndu lögin gef- in út svo breytt sem 1. nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt. 1 frumvörpum til breytinga á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem lögð voru fyrir Alþingi á 90. og 91. löggjafarþingi á árunum 1970- 1971, var gert ráð fyrir því, að sameignarfélög yrðu alveg felld brott sem sjálfstæðir skattaðilar. Frumvarp það, sem lagt var fram á síðara þinginu, varð með ýmsum breytingum að 1. nr. 30/1971. Umræddar frumvarpstillögur náðu ekki fram að ganga. Hins vegar voru með 3. gr. laganna sett talsvert strangari skilyrði fyrir sjálfstæðri skatt- skyldu sameignarfélaga en áður var. Voru skilyrðin um skráningu í firmaskrá, afhendingu félagssamnings við skráningu, þar sem getið væri eignarhlutfalla eigenda, innborgaðs stofnfjár, félagsslita o.fl. Enn fremur skyldi senda skattstjóra vottorð um skráningu og staðfest eftir- rit af félagssamningi með fyrsta skattframtali þessara félaga. Sam- eignarfélag hjóna einna sér eða með ófjárráða börnum sínum gat ekki borið sjálfstæða skattskyldu. Þessar reglur voru því í flestu svipaðar þeim ákvæðum, sem nú gilda ogsett voru með 1. nr. 40/1978, um tekju- skatt og eignarskatt. Þá voru enn fremur í 1. nr. 30/1971 nýmæli um skattskyldu arðs af eignarhlutum í sameignarfélögum. Þessi ákvæði komu hins vegar ekki óbreytt til framkvæmda, því að með 1. nr. 7/1972 voru gerðar á þeim ýmsar breytingar og verulega slakað á þeim skil- yrðum, sem 1. nr. 30/1971 settu fyrir sjálfstæðri skattskyldu sam- eignarfélaga. Þá var ákvæðið um skattlagningu á úthlutun verðmæta úr sameignarfélagi til eigenda alveg fellt niður. Ákvæði 1. nr. 7/1972 giltu síðan um skattskyldu sameignarfélaga, þar til ákvæði núgildandi laga leystu þau af hólmi. Verður að þeim vikið síðar í greininni. Fullyrða má, að óvenjulega mikið los hafi verið á lagasetningu um skattalega stöðu sameignarfélaga. önnur rekstrarform fyrirtækja virð- ast ekki hafa valdið jafn-fyrirhafnarmikilli lagasetningu. Ástæðurnar eru vafalaust þær, að annars vegar er þetta félagsform laust í reip- unum og án aðhalds frá sérstakri löggjöf í líkingu við hlutafélága- og samvinnufélagalög, og hins vegar hefur verið streist við að skapa þess- um félögum möguleika á réttarstöðu sem sjálfstæðum skattaðilum. Þetta hvort tveggja hefur kallað á ýmsar sérreglur í skattalögum. Það er auðvitað óheppilegt, að mikið rót sé á slíku grundvallaratriði sem stöðu ákveðins rekstrarforms atvinnufyrirtækj a að því er skattlagn- ingu varðar. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.