Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 38
í 1. nr. 6/1935, um tekjuskatt og eignarskatt. 1 þremur dómum Hæsta- réttar reyndi á þessi ákvæði. Dómar þessir eru: Hrd. 1941, bls. 298, Hrd. 1941, bls. 316 og Hrd. 1942, bls. 179. Dómarnir hafa nú aðeins sögulega þýðingu. Málin bar öll þannig að, að lagt var á útgerðir skipa, sem nokkrir aðilar höfðu tekið á leigu tímabundið, og álagningin byggð á því, að um félag væri að ræða. Krafist var álagningar á hvern félags- mann eða aðila fyrir sig. Niðurstöður urðu mismunandi í Hæstarétti. 1 einu málinu var ekki talið, að til félagsskapar hefði stofnast, sem skattleggja bæri sérstaklega. I hinum tveimur reyndi beint á skilyrði 2. mgr. 3. gr. laganna fyrir skattlagningu hjá hverjum einstökum félaga. Framangreind ákvæði héldust óbreytt allt til ársins 1958, þegar ýmsar breytingar voru gerðar á ákvæðum um skattskyldu lögaðila með 1. nr. 36/1958. Þessi lög breyttu þágildandi almennum lögum um tekjuskatt og eignarskatt nr. 46/1954. Bætt var inn nýjum c-lið í 1. mgr. 3. gr., þar sem sameignarfélaga var sérstaklega getið og sett skilyrði fyrir sjálfstæðri skattskyldu þeirra, m.a. um skráningu þeirra og tilkynningu til firmaskrár um, að þau æsktu þess að verða skatt- lögð sem félög. Ákvæði það, sem áður var í c-lið, varð d-liður með þeirri breytingu, að orðin „önnur félög“ voru felld niður. Skilyrðum 1. nr. 36/1958 fyrir sjálfstæðri skattskyldu sameignar- félaga svipaði til þess, sem síðar varð, og gátu sameignarfélög því valið um skattalega stöðu samkvæmt þessum ákvæðum, annaðhvort sjálfstæða skattskyldu að uppfylltum settum skilyrðum eða skattlagn- ingu tekna og eigna hjá félagsaðilum. Þessi nýju ákvæði stóðu hins vegar ekki lengi, því að þau voru felld úr gildi árið eftir með 4. gr. 1. nr. 40/1959, um breyting á 1. nr. 46/1954. Ekki sýnist tilgangur lög- gjafans þó hafa verið sá að fella alveg brott úr skattalögum ákvæði um skattskyldu sameignarfélaga og samlaga. Verður ekki annað séð en að mistök við meðferð frumvarps þess, sem varð að 1. nr. 40/1959, hafi valdið brottfalli ákvæðanna. Við afgreiðslu tillögu að nýju ákvæði um skattlagningu sameignarfélaga og samlaga tókst svo óheppilega til, að gildandi ákvæði voru felld niður án þess að ný væru samþykkt í staðinn, þótt þeir, sem létu sig málið varða á Alþingi, stefndu sýni- lega ekki að slíkri niðurstöðu. Það var fyrst með 1. nr. 70/1962, um tekjuskatt og eignarskatt, að aftur voru tekin upp sérstök ákvæði um skattskyldu sameignarfélaga. Voru þau í stíl við eldri ákvæði og aðal- reglan varð sjálfstæð skattskylda, nema félagar væru ekki fleiri en þrír. Þá skyldi skattur ekki lagður á félagið sjálft, heldur á hvern ein- stakan félagsmann, nema tilmæli kæmu fram um það frá félaginu einu 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.