Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 43
yrði fyrir sjálfstæðri skattaðild þeirra, sem ekki gilda um aðra lög- aðila. Væri ekki unnt að hafa hliðstæðar reglur um sameignarfélög að þessu leyti og aðra lögaðila ? Á það hefur verið minnst hér að fram- an í II. kafla, að félagsform þetta væri fremur laust í reipunum. Enn- fremur má benda á þá greiðu leið, sem félagsaðilar í sameignarfélagi eiga að fjármunum félagsins, gagnstætt því, sem t.d. gildir um hluta- félög að þessu leyti. Til upplýsinga um ástæður til þessara sérreglna verður að öðru leyti látið nægja að vísa til röksemda í athugasemd- um við 3. gr. frumvarps til laga um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem lagt var fyrir Alþingi á 91. löggjafarþingi 1970- 1971, þar sem gert var ráð fyrir því, að sjálfstæð skattskylda sam- eignarfélaga yrði alveg afnumin. Þar segir svo m.a.: „Islensk lög- gjöf á sviði félagaréttar er mjög vanþróuð, þannig að fastar reglur skortir um stofnun, form og félagslega stöðu sameignarfélága. Þau eru því mjög laust félagsform, þar sem allur tilflutningur fjármagns og kostnaðar er auðveldur milli félagsins og eigenda þess. Er óæskilegt að láta verulega skattaléga hagsmuni hvíla á svo veikum grunni eins og gildandi löggjöf gerir.“ Samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 2. gr. 1. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eign- arskatt, er sjálfstæð skattskylda sameignarfélaga háð eftirgreindum skilyrðum: a) Félagið sé skráð í firmaskrá hér á landi. b) Þess hafi verið óskað við skráningu, að félagið yrði sjálfstæður skattaðili. c) Við skráningu hafi verið afhentur félagssamningur, þar sem getið sé eignarhlutfalla eigenda, innborgaðs stofnfjár svo og hvernig félags- slitum skuli háttað. d) Með fyrsta skattframtali sameignarfélags, sem ætlað er að vera sjálfstæður skattaðili, skal senda skattstjóra vott- orð um skráningu og staðfest eftirrit af félágssamningi. Auk þessara skilyrða er tekið fram eins og áður, að hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geti ekki myndað sameignarfélag, er sé sjálfstæður skattaðili. Lög nr. 42/1903, um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, bera það glögglega með sér, að þau taki einungis til þeirra aðila, sem at- vinnurekstur hafa með höndum. Tilgangur laganna og fjölmörg ákvæði þeirra eru til vitnis um þetta. I firmaskrár á því aðeins að skrá þá aðila, sem atvinnurekstur hafa með höndum. Að því er félög varðar, eiga þar af leiðandi einungis að vera atvinnufélög í skrám þessum. Vegna fyrr- nefnds skilyrðis 1. nr. 75/1981 um skráningu sameignarfélags í firma- skrá verður því að telja, að slíkt félag verði að reka atvinnu til þess að geta verið sjálfstæður skattaðili og það sé því í raun skilyrði fyrir sjálfstæðri skattskyldu. Ágreiningur um það, hver hugtakseinkenni 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.