Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 68
un sinni, í þrjá flokka. 1 fyrsta lagi var um að ræða fagleg sjónarmið (í þrerigri merkingu), þ.e. ástæður nr. 1 og 2. f öðru lagi stéttarleg isjónarmið, þ.e. ástæður nr. B og 4. Og loks í þriðja lagi eins konar viðurlög, þ.e. ástæðu nr. 5. Héraðsdómari telur að hin lögboðna umsögn yfirdýralæknis „skuli vera innan faglegra marka, þ.e. að yfirdýralæknir skuli láta uppi álit sitt, hvort umsækjandi í tilteknu falli sé hæfur eða ekki til þess að gegna dýralæknisstarfi“. Hæstiréttur fellst ekki alls kostar á þetta álit héraðsdómarans, heldur telur „að yfirdýralæknir hafi all rúmar hendur um það, hvaða atriði hann tekur upp í umsögn sína til landbúnaðarráðherra, enda byggi hann niðurstöðu sína á málefna- legum forsendum“. Dómendur í héraði og Hæstarétti eru sammála um það að hinar fáglegu ástæður, sem yfirdýralæknir greinir í umsögn sinni, séu lög- mætar. Dómendur eru jafnframt á einu máli um það að þau stéttar- sjónarmið, sem fram koma í umsögninni, séu ólögmæt. Héraðsdómari telur ennfremur að sú afstaða að beita synjun sem eins konar viður- lögum við broti umsækjandans eigi sér ekki stoð í lögum. Á þetta fellst Hæstiréttur hins vegar ekki, svo sem glöggt kemur fram í dómi hans. Þótt dómendur hafi þannig verið að flestu leyti sammála um, hvaða ástæður teldust lögmætar og hverjar ekki, varð niðurstaðan önnur í héraði en fyrir Hæstarétti. Héraðsdómari varð við kröfu stefnenda og felldi synjun yfirdýralæknis úr gildi, annars vegar vegna þess að hin ólögmætu sjónarmið hafi „að verulegu leyti ráðið niðurstöðu um- sagnaraðilans“ og hins vegar vegna þess að ekki sé „tekin afdráttar- laus afstaða til þess, hvort umsækjandinn sé hæfur til þess að gegna læknisstarfinu eða ekki“. I dómi Hæstaréttar er á hinn bóginn vísað til hinna lögmætu ástæðna og sagt að þær séu „fullnægj andi forsend- ur fyrir því að yfirdýralæknir . . . treysti sér ekki“ til þess að mæla með leyfisveitingunni. Um stéttarsjónarmiðin segir Hæstiréttur orð- rétt: „Telja verður þetta annmarka á umsögninni en þó eigi slíkan að ógildingu varði“. I nágrannalöndum okkar hefur margoft verið um það rætt hvenær svonefnd stéttarsjónarmið eigi rétt á sér í stjórnsýslunni og hvenær ekki. I lögum er stundum gengið út frá því að slík sjónarmið ráði, t.d. þegar lög mæla svo fyrir að leita skuli álits stéttarfélaga eða -samtaka áður en máli er ráðið til lykta, sbr. 1. tl. 3. gr. laga nr. 26/1982 um atvinnuréttindi útlendinga. Að þessum tilvikum frágengnum er það álit fræðimanna að sjónarmið einstakra starfsstétta eigi yfirleitt ekki 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.