Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 14
stjórn fer yfirleitt með fyrirsvar sjóðs og sér um ráðstöfun og nýtingu eigna innan þess ramma, sem samþykktir setja. Á það hefur verið bent, að einstaklingar tengist sjóðum og þeim verðmætum, sem eru talin eign þeirra. Hefur verið greint milli hags- munaaðila, ráðstöfunaraðila og málssóknaraðila. (Sjá t.d. Alf Ross: Om ret og retfærdighed (1953), bls. 211 o. áfr.). Samt sem áður reynir fyrst og fremst á önnur sjónarmið og reglur en eiga almennt við sam- eign. Svipuð sjóðum og sjálfseignarstofnunum eru félög, sem eru bund- in ákveðnu hlutverki, þegar aðstaðan er sú, að félagsmönnum er ó- heimilt að skipta upp eignum við félagsslit. Samkvæmt hliðstæðum sjónarmiðum eiga sameignarreglur ekki við opinberar stofnanir, sveitarsjóði eða ríkissjóð. Um sjóði og sjálfseignarstofnanir sjá t.d. Hessler: Om stiftelser (1952), Ernst Andersen: Legater og stiftelser, Stiftelser og omdanning í Norges offentlige utredninger 1975:63, Betænkning nr. 970/1982: Om fonde (danskt álit), Magnus Aarbakke: Stiftelser etter norsk rett i Tfr. 1984, bls. 1 o. áfr., Gaukur Jörundsson: Um eignarnám, bls. 104 o. áfr. 1.2. VIRK EIGNARRÉTTINDI OG VÆNTANLEG. Stundum hefur það verið talið til sameignar, þegar í senn er um að ræða virkan og væntanlegan eignarrétt að sama verðmæti. Sem dæmi slíks hefur verið tekinn eignarréttur eiganda fasteignar og forkaups- réttur forkaupsréttarhafa og ennfremur óðalsréttur óðalsmanns og óðalsréttur óðalserfingja. (Sjá nánar Fr. Vinding Kruse: Ejendoms- retten I (1951), bls. 368 o. áfr., og Ólafur Lárusson: Eignaréttur, bls. 55 o. áfr.). í skiptum slíkra aðila koma þó að óverulegur leyti til greina reglur, sem gilda almennt um sameign. Væntanleg eignarréttindi af slíku tagi hefta samkvæmt íslenskum rétti aðeins að óverulegu leyti eignarráð þau, sem rétthafi nýtur í skjóli hins virka eignarréttar, og að því leyti sem takmörkunum í því tilliti er fyrir að fara, eru þær reistar á öðrum sjónarmiðum en reglur um samskipti sameigenda. Að því leyti sem greiða þarf úr réttarstöðu rétthafa virkra eignar- réttinda og rétthafa væntanlegra eignarréttinda innbyrðis, reynir á önnur atriði en almennt í skiptum sameigenda. Er þar fyrst og fremst að nefna úrlausn þess, með hvaða skilyrðum eignarréttindi væntan- legs rétthafa verði virk og hverjar séu skyldur aðila hvors gagnvart öðrum í því sambandi. Er ekki rétt að telja slíka réttarstöðu til sam- eignar. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.