Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 11
KRISTJÁN EIRÍKSSON Kristján Eiríksson, hæstaréttarlögmaður, Holtsgötu 23 hér I borg, andaðist á Landspítal- anum 18. október sl. eftir tveggja vikna þunga sjúkdómslegu. Með honum er genginn einn bezti vinur og bekkjarbróðir, sem ég hefi eign- azt á lífsleiðinni, og finn ég mig því knúinn til að festa eftirfarandi línur á blað. Kristján Eiríksson var fæddur á Sauðárkróki 7. september 1921. Foreldrar hans voru Eirík- ur Kristjánsson, kaupmaður og síðar iðnrekandi á Akureyri. Faðir Eiríks var Kristján Gíslason, kaupmaður á Sauðárkróki, þjóðkunnur maður á sinni tíð. Móðir Kristjáns var María Þorvarðar- dóttir prentsmiðjustjóra í Reykjavfk. Það var haustið 1935, sem við Kristján sett- umst í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri og fylgdumst að allt til stúdentsprófs vorið 1941. Kynni okkar á þessum árum voru eingöngu bundin við skólann og samneyti mitt við hann ekki umfram aðra bekkjarfélaga. Það var fyrst, þegar hingað til Reykjavikur kom og við höfðum báðir ásamt sjö öðrum bekkjarbræðrum innritazt í Lögfræðideild Háskóla ís- lands, að kynni okkar urðu nánari. Kristján lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands í janúar 1948 með fyrstu einkunn. Hann stundaði nám ( félagarétti í París veturinn 1949-1950, en réðst stuttu síðar til starfa á málflutningsskrifstofu Áka Jakobssonar. Skrifstofa þessi hafði allmikil umsvif um þetta leyti, þegar Kristján réðst þangað. Áki Jakobsson var löngu þjóðkunnur maður, er hér var komið sögu. Hann hafði verið bæjarstjóri á Siglufirði, alþingismaður og ráðherra, en hafði fyrir nokkrum árum sett á stofn málflutningsskrifstofu f Reykjavík. Þar voru því næg verkefni fyrir dugmikinn, ungan lögfræðing. Kristján beið heldur ekki boðanna. Hann varð héraðsdómslögmaður 18. nóvember 1950 og hæsta- réttarlögmaður 30. júní 1962. Það má segja að aðstæður hafi verið Kristjáni hagstæðar frá byrjun. Nóg var af málum allra tegunda, sem biðu umfjöllunar, gagnasöfnunar og flutn- ings fyrir hinum ýmsu dómstólum. Hann fékk strax brennandi áhuga á mál- flutningsstarfinu og helgaði þvf krafta sína til dauðadags. Hann lagði mikið á sig til þess að verða góður málflutningsmaður, safnaði að sér erlendum lögfræðiritum og fylgdist vel með dómum, innlendum sem erlendum. Hann var hin síðari ár löngu kominn í hóp beztu og reyndustu málflytjenda okkar. Margir yngri stéttarbræður hans höfðu áttað sig á þessu fyrir löngu og sóttu oft holl ráð og leiðbeiningar til hans í erfiðum málum. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.