Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 17
heimild til endurskipta, sbr. nú þrönga heimild í 3. tölul. 1. gr. land- skiptalaga nr. 46/1941. 1 landskiptalögum hefur jafnan verið sá fyrirvari, að við landskipti skuli eigi gera staðbundin skipti á ýmsum hlunnindum, nema að viss- um skilyrðum fullnægðum. I landskiptalögum nr. 43/1913 var þannig áskilið „samþykki eigenda að meirihluta landsins", sbr. 3. gr., sam- kvæmt landskiptalögum nr. 57/1927 var þess krafist, að samþykki allra eigenda kæmi til, sbr. 2. gr., og í landskiptalögum nr. 46/1941 er það skilyrði sett, að „skiptin séu það hagkvæm, að á engan eiganda sé hallað, eða samþykki allra eigenda komi til“, sbr. 3. gr. I landskiptalögum hefur skort á, að markað væri nægilega skýrt, hvaða landsnytjum skyldi skipt eftir merkjum og hvaða nytjar skyldu áfram vera sameign, nema fyrrgreind skilyrði um samþykki eigenda eða hagkvæmni væru fyrir hendi. Þar við bætist, að nokkur vafi er á, að hve miklu leyti ákvæði nokkurra sérlaga um tilteknar landsnytjar gangi framar reglum landskiptalaga eða hággi skiptum, sem fram hafa farið fyrir gildistöku viðkomandi sérlaga. Má hér nefna til vatnalög, lög um fuglaveiðar og lög um lax- og silungsveiði. Hér verður ekki fjallað um einstök atriði framangreinds álitaefnis, en telja verður, að réttarstaðan sé í aðalatriðum sú, sem lýst verður hér á eftir. Mörk sameignar og einkaeignar lands og landsnytja á því sviði, sem hér hefur verið til umræðu, ráðast fyrst og fremst af samningum og öðrum gildum heimildum að einkarétti, ef þeim er til að dreifa. Að slík- um heimildum slepptum, verður í fyrsta lagi að telja, að skipti fyrir gildistöku landskiptalaga nr. 43/1913 hafi jafnan verið til fullkominn- ar eignar. Er það stutt ýmsum ákvæðum fornlaga og ákvæðum sérlaga frá síðari tímum um tilteknar nytjar, sbr. 2. málsgr. 1. gr. veiðitilsk. frá 20. júní 1849 og 2. málsgr. 122. gr. vatnalaga nr. 15/1923. (Sjá hér og áthugasemd við síðastgreint ákvæði í greinargerð með frumv. til vatnalaga, sbr. Alþt. 1921, A-deild, bls. 204). I öðru lagi skera ákvæði ýmissa sérlaga úr, hvort um einkaeign eða séreign tiltekinna landsnytja sé að ræða, sbr. 2. málsgr. 1. gr. veiðitilsk. frá 20. júní 1849, ýmis ákvæði II. kafla vatnalaga nr. 15/1923, 2. máls- gr. 3. gr. laga nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun og 2. máls- gr. 4. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði. Þess ber að gæta, að ákvæði slíkra laga raska að jafnaði ekki þeirri skipan, sem komist hefur á lögskipti tiltekinna aðila 1 gildistíð eldri laga, en það ræðst þó af því, hvernig skýra ber það lagaákvæði, sem í hlut á. I þriðja lagi ræðst aðgreining sameignar og einkaeignar þeirra lands- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.