Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 41
Samlagsfélag kemur við sögu í úrskurði Ríkisskattanefndar nr. 651/ 1979, sem reifaður er í næsta kafla. Þá er að athuga, hvernig skattalegri stöðu samlagsfélaga er hátt- að með tilliti til 2. gr. 1. nr. 75/1981. Samlagshlutafélögum, sem svo eru nefnd, var lengst af í lögum um tekjuskatt og eignarskatt skipað á bekk með hlutafélögum með tilliti til skattskyldu. Með 1. nr. 30/1971 var hætt að geta samlagshlutafélaga sérstaklega með hlutafélögum. Að stofni til er enn i gildi reglugerð nr. 245 frá 1963, um tekjuskatt og eignarskatt. 1 1. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar er samlagshluta- félaga getið ásamt hlutafélögum. Þótt ekki sé lengur sérstaklega minnst á þessi félög í skattalögum, verður að telja eðlilegast að skipa þeim með hlutafélögum í þessu tilliti eftir sem áður, enda virðast þessi félög hafa verið talin félög með takmarkaðri ábyrgð í skattalögum, þótt þau geti ekki skoðast svo að félagarétti. Samkvæmt þessu gætu þau fallið undir skilgreiningu 1. tl. 1. mgr. 2. gr. 1. nr. 75/1981. Auk þessa er forsagan niðurstöðunni til stuðnings. Sömu rök eiga ekki við um samlagsfélög og er því vafasamt, að unnt sé að skipa þeim einnig með hlutafélögum. í fyrrnefndri reglugerð er sameignarfélaga getið, en ekki samlagsfélaga. í eldri reglugerðum um tekjuskatt og eignar- skatt frá 1921, 1936 og 1955 var hins vegar sérstaklega minnst á samlagsfélög, og voru þau ásamt nokkrum öðrum félagsgerðum nefnd sem dæmi um önnur skattskyld félög, þ.e.a.s. í ákvæði, sem svarar til 5. tl. 1. mgr. 2. gr. núgildandi laga og skilgreina má sem almennt ákvæði. Réglugerðirnar töldu samlagshlutafélögin með hlutafélögum í samræmi við þágildandi lög og greindu því þannig glögglega milli samlagshlutafélaga og samlágsfélaga. Það er því ekki fjarri lagi að telja samlagsfélög bera sjálfstæða skattskyldu á grundvelli 5. tl. 1. mgr. 2. gr. 1. nr. 75/1981, þótt efnisrök mæli með því, að með þau sé farið eins og sameignarfélög í skattalegu tilliti. I 6. tl. 4. gr. núgildandi skattalaga eru félög, sjóðir og stofnanir samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 2. gr. laganna, sem ekki reka atvinnu, undan- þegin greiðslu tekjuskatts og eignarskatts. Þessi undanþága frá skatt- skyldu og margt annað í skattalegu tilliti ræðst af því, hvort aðili telst reka atvinnu. Þeir lögaðilar, sem um ræðir í 1.-4. tl. 1. mgr. 2. gr. skattalaganna, losna ekki undan skattskyldu, þótt svo yrði litið á, að þeir reki ekki atvinnu. Þessir lögaðilar yrðu yfirleitt taldir atvinnu- félög. Ekki er það þó einhlítt, og má nefna, að samkvæmt 1. nr. 32/ 1978, um hlutafélög, er það ekki skilgreiningaratriði í hugtakinu hluta- félag, að slíkt félag sé atvinnufélag í hefðbundnum skilningi þess orðs, og með lögum þessum var fleirum gefinn kostur á að nýta sér 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.