Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 56
við eignarhaldstíma, nema að því er tekur til söluhagnaðar af íbúð- arhúsnæði skv. 16. gr. I 18. gr. laganna, nú 1. nr. 75/1981, er sérstak- lega fjallað um söluhagnað af eignarhlutum í sameignarfélögum og samlögum. 1 1. mgr. greinarinnar er tekið fram, að hagnaður af sölu eignarhluta í félögum þessum teljist að fullu til skattskyldra tekna á söluári og ekki skipti máli, hve lengi skattaðili hafi átt hina seldu eign. Hér er ekki um að ræða slíkar heimildir til frestunar á skattlagn- ingu söluhagnaðar og fyrningar á móti söluhagnaði, sem tiltækar eru, þegar um sölu á fyrnanlegum eignum er að ræða. í 2. mgr. lagagrein- arinnar eru sérstök ákvæði um það, hvernig ákvarða beri söluhagnað af eignarhlutum þessum, en sérstakar reglur um það vantaði í eldri lög, eins og áður segir. Sú meginregla er sett, að hágnaður af sölu eignarhluta þessara skal teljast mismunur á söluverði annars vegar og kaupverði hins vegar. Þá eru tveir kostir gefnir við ákvörðun kaup- verðs í þessu sambandi. Kaupverð eignarhluta í hendi seljanda ákveðst sem hlutur hans í eigin fé félagsins í byrjun þess árs, sem salan fer fram á, eða sem raunverulegt kaupverð að frádreginni eigin úttekt, sé það hærra, þegar kaupverð og eigin úttekt hefur verið hækkað eða lækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli samkvæmt 26. gr. laganna. Þá er eigin fé skilgreint í þessu sambandi og sagt, að til þess teljist skattskyld hrein eign félagsins að meðtöldu stofnfé en að undanskild- um 55% af skattalegum varasjóði, sbr. 12. tl. 1. mgr. 31. gr. laganna, nú 65% af fjárfestingarsjóði, sbr. 3. gr. 1. nr. 8/1984, og er hér tekið tillit til skattakvaðar. Þegar þessar tvær aðferðir við ákvörðun kaupverðs, sem hér hefur verið lýst, eru athugaðar, virðist ákvörðun kaupverðs sem hlutar í eigin fé í byrjun söluárs þýða það, að áhrif verðbreytingar séu þegar komin inn í uppgjör söluhagnaðarins sökum árlegs endurmats, sem lögin gera ráð fyrir. Slíkt gerist ekki við framreikning raunverulegs kaup- verðs fyrr en við sölu á næsta ári eftir kaupár. Þessi munur sést glöggt, þegar athuguð eru dæmi um kaup og sölu eignarhluta á sama ári. I 18. gr. 1. nr. 75/1981 kemur ekki fram, hvort ákvæðum greinarinn- ar er ætlað að taka til sölu eignarhluta í sameignai'félögum almennt eða einungis í þeim sameignarfélögum, sem eru sjálfstæðir skattaðilar. Með úrskui'ði Ríkisskattanefndar nr. 263, dags. 4. maí 1984, hefur verið skorið úr þessu. Jafnframt er í þessum úrskurði leyst úr því, hvernig uppgjöri og meðferð söluhagnaðar af eignarhlutum í sam- eignarfélögum, sem ekki eru sjálfstæðir skattaðilar, skuli hagað. Kær- andi í máli þessu hafði á árinu 1980 selt eignarhluta sinn í sameignar- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.