Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Síða 45
Sú spurning vaknar, hvort heppilegt sé og eðlilegt að blanda ákvörð- un um skattalega stöðu sameignarfélags saman við skráningu þess í firmaskrá og hvert sé hlutverk firmaskrárritara í þessum efnum. Eiga firmaskrárritarar að kanna efni félagssamninga með tilliti til skilyrða skattalaga og önnur þau atriði, sem máli skipta varðandi sjálfstæða skattskyldu, áður en beiðni um hana er skráð? Ekki er ljóst, hver til- gangurinn hefur verið í þessum efnum samkvæmt lögum um tekju- skatt og eignarskatt, en í 3. gr. 1. nr. 42/1903, um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, eru ákvæði um málsmeðferð fyrir skrásetningar- valdsmönnum, sem svo eru kallaðir þar. Kemur þar m.a. fram, að til- kynningu skuli vísað frá, sé hún ekki lögum samkvæm eða í henni stendur eitthvað, sem ekki er lagaheimild fyrir að setja á skrá. Vænt- anlega verður að telja þetta ákvæði gilda um meðferð firmaskrárritara á beiðni um skráningu sameignarfélags sem sjálfstæðs skattaðila sem öðrum atriðum viðvíkjandi skráningunni. Þá má spyrja, hvort skatt- stjórar og önnur skattyfirvöld séu bundin af ákvörðunum firma- skrárritara í þessum efnum og ef svo er ekki talið, hvers vegna firma- skrárriturum sé gert að fjalla urn þessi mál. í reynd munu skattyfir- völd hafa lágt á það sjálfstætt mat, hvort sameignarfélag uppfylli skil- yrði fyrir sjálfstæðri skattskyldu, burtséð frá ákvörðunum firmaskrár- ritara um skráningu þessa atriðis í firmaskrá. Það er að sjálfsögðu mjög óheppilegt og fær vart staðist, að bæði skattyfirvöld og firma- skrárritarar fari með úrlausn þess, hvort sameignarfélög uppfylli skil- yrði til þess að vera stjálfstæðir skattaðilar. Spurningin er, hvort á- kvæði 1. nr. 42/1903 og réttaráhrif skráningar í firmaskrá almennt leiði ekki til þess, að ákvarðanii' firmaskrárritara teljist bindandi í þessum efnum. Hitt er annað mál, að ekki sýnast rök til þess að blanda firmaskrárriturum í þessi mál, enda verður ekki séð, að tilkynning til firmaskrár og birting í Lögbirtingablaði um þetta geti skipt nokkru máli, þar sem tæplega varðar viðsemjendur sameignarfélags nokkuð um það, hvort félagið er sjálfstæður skattaðili eða ekki. Þá er einnig á það að líta, að ekki getur talist rétt, að ákvörðun um skattalega stöðu ráði því, hvort ákveðið er að láta skrásetja félag í firmaskrá. Ákveðinn tilgangur er með skráningu í firmaskrár og hún hefur réttarverkanir, svo sem kunnugt er. Kveðið er á um það, hverjir séu ski'áningarskyldir og í þeim efnum er m.a. tekið mið af þeirri atvinnu, sem rekin er. Það er því óeðlilegt, að óskyld mál, svo sem skattahagsmunir, hafi áhrif á firmaskráninguna. Ákvæði um það, að hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geti ekki myndað sameignarfélag, er sé sjálfstæður skattaðili, var fyrst 39

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.