Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 22
Norsk tirigsrett, bls. 354 o. áfr.). Fr. Vinding Kruse taldi erfitt að greina milli sérstakrar sameignar og sameignarfélags. Var niðurstaða hans sú, að sömu reglur giltu í báðum tilvikum og skiptu þar mestu þær reglur, að sameigandi geti ekki ráðstafað eða skuldfest sinn hluta í sameigninni óháð endurgjalds- kröfum sameigenda út af sameigninni og að skuldheimtumenn út af sameigninni eigi forgangsrétt til greiðslu krafna út af henni. (Sjá Fr. Vinding Kruse: Ejendomsretten I (1951), bls. 379 o. áfr.). Ólafur Lárusson var sömu skoðunar. (Sjá Eignarétt, bls. 71 o. áfr.). W. E. v. Eyben hafnar þeirri skoðun Fr. Vinding Kruse, að í megin- atriðum gildi sömu reglur um sameignarfélög og sérstaka sameign. Torvelt hljóti að vera að setja fram sameiginlegar reglur um svo marg- breytileg tilvik, er um geti verið að ræða, þegar sameignarfélög og sérstök sameign eigi hlut að máli. Hann telur hins vegar ekki unnt að aðgreina meginreglur með þeim hætti, að ákveðnar reglur eigi aðeins við sérstaka sameign og aðrar reglur eingöngu við sameignarfélög. Að- greining milli sérstakrar sameignar og sameignarfélags sé þannig ekki gagnger. Höfundur viðurkennir, að dómvenja og álit fræðimanna hafi ekki hvikað frá þeirri skoðun, að greina vei'ði milli sérstakrar sam- eignar og sameignarfélags. Telur hann þá vænlegast að miða við, að megineinkenni sameignarfélags sé sameiginlegur rekstur, er eigi varði fyrst og fremst samskipti sameigenda innbyrðis. (Sjá v. Eyben: For- muerettigheder (1983), bls. 93 o. áfr.). Gomard telur sameign til sérstakrar sameignar, ef markmið hennar er ekki virkur atvinnurekstur, heldur aðeins sameiginleg fjárfesting í verðmæti, sem aðeins þarfnist almennrar gæslu og viðhalds. (Gomard: Fogedret (1966), bls. 53). Vagn Carstensen telur, að miða beri við þá skipan mála, sem sam- eigendur hafi ákveðið. Þegar jafngóðum heimildum lendi saman við þinglýsingu eða lausafé blandist saman fyrir tilviljun, sé um sérstaka sameign að ræða. Þegar til sameignar sé stofnað með samningi, án þess að tekið sé af skarið, hvort hún sé almenn sameign eða sérstök sameign, beri að gera greinarmun á fasteignum og lausafé. Um lausa- fé gildi sú frávíkjanlega regla, að sameignin sé almenn. Fasteignir séu hins végar sérstök sameign, a.m.k. í þeim tilvikum, er hver sam- eigandi hafi afsal fyrir sínum hluta. (Sjá Illum: Dansk tingsret (3. útg.), bls. 120-121 og 144-145). Víða í erlendum rétti þekkist aðgreining milli sameignarflokka, sem er sambærileg við skiptinguna í almenna sameign (eða sameignarfélag) og sérstaka sameign. 16

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.